Orkídea og Eimur, samstarfsverkefni um orkutengda nýsköpun, bjóða til ráðstefnu um lífgas- og áburðarframleiðslu úr hliðarstraumum landbúnaðar. Markmið okkar er að kynna spennandi lífgasverkefni Orkídeu og Eims fyrir hagaðilum, t.d. bændum og samtökum þeirra, stjórnsýslu og ráðuneytum, ráðgjafaþjónustu, fyrirtækjum, fulltrúum sveitarfélaga og almenningi. Jafnframt mæta erlendir fyrirlesarar og greina frá sinni reynslu af lífgas- og áburðarframleiðslu.
Dagskrá ráðstefnunnar er nú frágengin og má sjá hana hér ofar og hlaða henni niður hér.
Kynnt verða grunnatriði lífgas- og áburðarframleiðslu – hráefni, rekstur, kostir, ávinningur og áhætta sem og skipulag og reynsla nágrannaþjóða af lífgasframleiðslu. Áhersla verður á að kynna ferlið á mannamáli, hvaða möguleika það býður upp á í hringrásarhagkerfinu og til að auka fæðuöryggi á Íslandi.
Staður og tími: Hótel Selfoss, 5. júní kl. 10-15
Aðgangur að ráðstefnunni er öllum heimill og ókeypis, og verður henni einnig streymt. Skráning er nauðsynleg fyrir þátttöku bæði í raunheimum og streymi. Skráning, hvort sem er í stað eða fjar hér
Mötun á hráefni í lífgas- og áburðarver í Danmörku