11. janúar 2023

LiveFood í Hveragerði í startholunum

Helga frá Orkídeu og Elli í LiveFood

Við heimsóttum Ella (Erlend Eiríksson) í LiveFood en hann og kona hans, Fjóla Einarsdóttir, reka frumkvöðlafyrirtækið LiveFood sem sérhæfir sig í ostagerð fyrir grænkera (veganostar), ásamt þeim hjónum Ingólfi Þór Tómassyni og Ernu Rán Arndísardóttur.

Þau hafa lyft grettistaki í að koma sér upp alls kyns búnaði til ostagerðar og beitt mikilli útsjónarsemi við að afla sér tækja og koma þeim í gagnið. Elli og samstarfsfólk hafa gert ýmsar tilraunir með osta og eru nú komin með nokkrar frumgerðir af veganostum sem lofa mjög góðu. LiveFood er nú í ferli með að auka framleiðslugetuna til að setja vörur á markað. Þess má geta að fyrirtækið nýtir jarðgufu til hitunar og ætlar sér að nýta gufuna meira til framleiðslunnar. Aðgengi að jarðgufu við húsvegg er einstakt fyrir Hveragerði og býður upp á mikla möguleika í matvælaframleiðslu og öðrum iðnaði.

Til hamingju LiveFood með frábæran árangur!

 

Fleiri fréttir

Allar fréttir
4. nóvember 2025
Stefán Friðrik til SASS og Orkídeu
Lesa meira
23. október 2025
Terraforming LIFE á Lagarlíf ráðstefnunni 2025
Lesa meira
22. október 2025
Orkídea á Value4Farm ESB verkefnafundi á Ítalíu
Lesa meira
22. september 2025
Við viljum ráða verkefnisstjóra miðlunar
Lesa meira