11. janúar 2023

LiveFood í Hveragerði í startholunum

Helga frá Orkídeu og Elli í LiveFood

Við heimsóttum Ella (Erlend Eiríksson) í LiveFood en hann og kona hans, Fjóla Einarsdóttir, reka frumkvöðlafyrirtækið LiveFood sem sérhæfir sig í ostagerð fyrir grænkera (veganostar), ásamt þeim hjónum Ingólfi Þór Tómassyni og Ernu Rán Arndísardóttur.

Þau hafa lyft grettistaki í að koma sér upp alls kyns búnaði til ostagerðar og beitt mikilli útsjónarsemi við að afla sér tækja og koma þeim í gagnið. Elli og samstarfsfólk hafa gert ýmsar tilraunir með osta og eru nú komin með nokkrar frumgerðir af veganostum sem lofa mjög góðu. LiveFood er nú í ferli með að auka framleiðslugetuna til að setja vörur á markað. Þess má geta að fyrirtækið nýtir jarðgufu til hitunar og ætlar sér að nýta gufuna meira til framleiðslunnar. Aðgengi að jarðgufu við húsvegg er einstakt fyrir Hveragerði og býður upp á mikla möguleika í matvælaframleiðslu og öðrum iðnaði.

Til hamingju LiveFood með frábæran árangur!

 

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. maí 2023
Melta býr til áburð úr matarafgöngum
Lesa meira
28. apríl 2023
Orkídea, Eimur og Landsvirkjun heimsækja græna iðngarða í Danmörku
Lesa meira
27. apríl 2023
Fjölmennur fundur bænda í kornrækt á Suðurlandi
Lesa meira
31. mars 2023
Ársskýrsla Orkídeu fyrir árið 2022 komin út
Lesa meira