Starfsmenn Orkídeu heimsóttu LiveFood frumkvöðlana í aðstöðu sem þau Elli (Erlendur Eiríksson) og Fjóla (Fjóla Einarsdóttir), eigendur LiveFood eru að koma upp í Hveragerði. Húsnæðið fjármögnuðu þau að hluta með crowd funding á Carolina Fund og fengu afbragðs viðtökur. Húsnæðið er tæpir 200 fm og stefnan er að leigja út frá sér einhvern hluta húsnæðisins, ekki síst til matvælaframleiðslu. Húsnæðið er búið niðurföllum í gólfi, 3ja fasa rafmagni og gufuinntaki sem nýtist til hita og við matvælaframleiðslu. Nú standa yfir miklar framkvæmdir við koma húsnæðinu í framleiðslutækt form þannig að það standist reglur um matvælaframleiðslu. Þá munu dýrindis innlendir vegan ostar verða á boðstólum fyrir íslenska neytendur, eitthvað til að hlakka til að borða!
Til hamingju með áfangann, Elli og Fjóla!