20. maí 2021

Málþing um græna iðngarða 21. maí

MÁLÞING: SKIPTA GRÆNIR IÐNGARÐAR MÁLI FYRIR SUÐURLAND?

Orkídea samstarfsverkefni ásamt eigendum, SASS, Landsvirkjun og LbhÍ, efna til málþings á netinu um græna iðngarða (Eco-Industrial Parks) þann 21. maí nk. kl 8.30-10.

Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ávarpa málþingið og margir aðrir góðir fyrirlesarar halda erindi m.a. Shirar O‘Connor, sjálfstæður alþjóðlegur fjárfestingarráðgjafi. Shirar er eigandi að fyrirtækinu Underpinned Inc. í New York sem sér um sérhæfða FDI (Foreign Direct Investment) ráðgjöf. Hún vinnur nú með Landsvirkjun að greiningu á erlendum fyrirmyndum grænna iðngarða og hefur áður unnið fyrir fyrirtækið í markaðsgreiningu á gagnaverum.

Friðrik Már Baldursson prófessor hjá Háskólanum í Reykjavík segir frá sínum hugleiðingum um ávinning og reynslu hagaðila, ekki síst sveitarfélaga, af Auðlindagarðinum á Reykjanesi en hann skrifaði skýrslu um garðinn ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Niðurstöður skýrslunnar eru að mörgu leyti enn í fullu gildi hvað varðar nýtingu fjölþættra orku- og efnastrauma. Jafnframt munu sérfræðingar úr orkugeiranum halda áhugaverð erindi en aðgangur að forgangsorku er forsenda uppbyggingar grænna iðngarða.

Skipta grænir iðngarðar máli fyrir Suðurland?

Dagskrá:

08.30-08.35  Málþing opnað (Bjarni Guðmundsson SASS og Sveinn Aðalsteinsson, Orkídea)

08.35-08.45  Stefna stjórnvalda (Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir)

08.45-09.00  Hugmyndin grænir iðngarðar (Dagný Jónsdóttir og Sigurður H. Markússon, Landsvirkjun)

09.00-09.15  The Future of Icelandic Industry: The Eco-Industrial Park Imperative (Shirar O‘Connor FDI Expert, Underpinned Inc.)

09.15-09.30  Orkuframboð og orkuáætlanir Suðurlands (Gnýr Guðmundsson, Landsnet)

09.30-09.45  Grænir iðngarðar og ávinningur sveitarfélaga (Friðrik Már Baldursson, Háskólinn Í Reykjavík)

09.45-10.00  Fyrirspurnir og umræður (spjallrás á zoom og facebook)

 

Fundarstjóri er Eva Harðardóttir oddviti.

Málþingið verður haldið á Zoom og verður einnig streymt á Facebook, hlekk á viðburðinn má finna hér.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira
25. nóvember 2024
Heimsókn í Mýrdalshrepp
Lesa meira
18. nóvember 2024
Sólsker á Hornafirði reykir makríl og fleira góðgæti
Lesa meira
13. nóvember 2024
Sveitarfélagið Hornafjörður heimsótt
Lesa meira