20. maí 2021

Málþing um græna iðngarða 21. maí

MÁLÞING: SKIPTA GRÆNIR IÐNGARÐAR MÁLI FYRIR SUÐURLAND?

Orkídea samstarfsverkefni ásamt eigendum, SASS, Landsvirkjun og LbhÍ, efna til málþings á netinu um græna iðngarða (Eco-Industrial Parks) þann 21. maí nk. kl 8.30-10.

Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ávarpa málþingið og margir aðrir góðir fyrirlesarar halda erindi m.a. Shirar O‘Connor, sjálfstæður alþjóðlegur fjárfestingarráðgjafi. Shirar er eigandi að fyrirtækinu Underpinned Inc. í New York sem sér um sérhæfða FDI (Foreign Direct Investment) ráðgjöf. Hún vinnur nú með Landsvirkjun að greiningu á erlendum fyrirmyndum grænna iðngarða og hefur áður unnið fyrir fyrirtækið í markaðsgreiningu á gagnaverum.

Friðrik Már Baldursson prófessor hjá Háskólanum í Reykjavík segir frá sínum hugleiðingum um ávinning og reynslu hagaðila, ekki síst sveitarfélaga, af Auðlindagarðinum á Reykjanesi en hann skrifaði skýrslu um garðinn ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Niðurstöður skýrslunnar eru að mörgu leyti enn í fullu gildi hvað varðar nýtingu fjölþættra orku- og efnastrauma. Jafnframt munu sérfræðingar úr orkugeiranum halda áhugaverð erindi en aðgangur að forgangsorku er forsenda uppbyggingar grænna iðngarða.

Skipta grænir iðngarðar máli fyrir Suðurland?

Dagskrá:

08.30-08.35  Málþing opnað (Bjarni Guðmundsson SASS og Sveinn Aðalsteinsson, Orkídea)

08.35-08.45  Stefna stjórnvalda (Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir)

08.45-09.00  Hugmyndin grænir iðngarðar (Dagný Jónsdóttir og Sigurður H. Markússon, Landsvirkjun)

09.00-09.15  The Future of Icelandic Industry: The Eco-Industrial Park Imperative (Shirar O‘Connor FDI Expert, Underpinned Inc.)

09.15-09.30  Orkuframboð og orkuáætlanir Suðurlands (Gnýr Guðmundsson, Landsnet)

09.30-09.45  Grænir iðngarðar og ávinningur sveitarfélaga (Friðrik Már Baldursson, Háskólinn Í Reykjavík)

09.45-10.00  Fyrirspurnir og umræður (spjallrás á zoom og facebook)

 

Fundarstjóri er Eva Harðardóttir oddviti.

Málþingið verður haldið á Zoom og verður einnig streymt á Facebook, hlekk á viðburðinn má finna hér.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira
19. júní 2025
Ársskýrsla Orkídeu 2024 komin út
Lesa meira
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira