24. nóvember 2021

Meiri verðmætasköpun með aukinni fullvinnslu sjávarfangs í Vestmannaeyjum

Grímur kokkur og Helga

Aukin fullvinnsla og fullnýting allra hráefna í virðiskeðju matvæla leiðir til virðisaukningar og verðmætasköpunar. Á ferð Orkídeu til Vestmannaeyja heimsóttum við tvö fyrirtæki sem leggja áherslu á aukna fullvinnslu og verðmætasköpun á sjávarfangi.

Grímur kokkur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem hefur lagt megin áherslu á tilbúna sjávarrétti á innanlandsmarkað. Eigendur fyrirtækisins eru hjónin Ásta María Ástvaldsdóttir og Grímur Þór Gíslason. Fyrirtækið hefur tekið þátt í nokkrum innlendum og erlendum rannsóknar- og þróunarverkefnum sem hafa skilað lausnum og afurðum sem annars væru ekki til. Mesti lærdómurinn af þessum verkefnum, að mati Gríms, er mikilvægi þess að deila hugmyndum og fá endurgjöf á þær frá sérfræðingum með mismunandi bakgrunn. Þessi reynsla sýnir að þverfagleg rannsóknar og þróunarsamstarf getur leitt til umtalsverðrar verðmætasköpunar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Sömuleiðis hafa þessi verkefni leitt til uppbyggingu á víðtæku tengslaneti hérlendis og erlendis.

Einnig hittum við þá Hallgrím Steinsson framkvæmdastjóra og Elías Jónsson fjármálastjóra hjá Löngu ehf. Fyrirtækið er fyrst og fremst í fiskþurrkun einkum þurrkun á hausum og hryggjum en líka á heilum fiski í kótilettum. Afurðir fyrirtækisins er seldar til Nígeríu, en mjög miklar sveiflur hafa einkennt þann markað undanfarin ár. Sömuleiðis eru áform um að nýta aukaafurðir frá fiskvinnslunni enn betur t.d. með því að nýta líftækni þar sem sú tækni mun gera fyrirtækinu kleift að vinna verðmætari afurðir úr hliðarafurðum og vannýttum afurðum, t.d. slógi. Nýlega hlaut fyrirtækið 21 milljón króna styrk úr Matvælasjóði í verkefni sem tengist sjávarlíftækni sem fyrsta skrefið í þessari uppbyggingu.

Takk fyrir fróðlegt spjall!

Hallgrímur (t.v.) og Elías hjá Löngu ehf.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
8. apríl 2024
Skoðunarferð á lífgasstöðvar í Belgíu
Lesa meira
30. mars 2024
Fyrstu niðurstöður Value4Farm
Lesa meira
11. mars 2024
Lífgas er vænlegur kostur í orkuskiptum
Lesa meira
28. febrúar 2024
Vefsíða Value4Farm komin í loftið
Lesa meira