21. október 2021

Mikið frumkvöðlastarf í Gunnbjarnarholti

F.v. Helga frá Orkídeu, Margrét Hrund, Arnar Bjarni og Berglind í Gunnbjarnarholti

Við heimsóttum bændurna í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, hjónin Arnar Bjarna Eiríksson og Berglindi Bjarnadóttur sem tóku á móti okkur ásamt dóttur sinni, Margréti Hrund, sem einnig vinnur við fjölskyldufyrirtækið. Arnar Bjarni og Berglind reka einnig fyrirtækið Landstólpa ehf. í Gunnbjarnarholti sem hefur getið sér gott orð sem alhliða þjónustufyrirtæki fyrir landbúnað, einkum á sviði bygginga og fóðurvara.

Í Gunnbjarnarholti er eitt stærsta fjós landsins með um 210 mjólkandi kýr og 4 mjaltaþjónum (róbótum) auk geldneyta og kálfa. Í heildinni eru tæplega 500 gripir í fjósinu. Nýsköpun og frumkvöðlastarf einkennir starf Arnars Bjarna og Berglindar, hér er hugsað í lausnum! M.a. má nefna nýjar lausnir við votheysgeymslu en það er meðhöndlað, pakkað og geymt í geymsluþróm á staðnum. Með þessu móti má sleppa við þá miklu plastnotkun sem annars er fylgifiskur heyrúllanna sem flestir þekkja.

Við ræddum um tilraunir til að gerja búfjáráburð og vinna metan og jafnvel koltvísýring úr mykjunni en Arnar Bjarni og Berglind létu gera hagkvæmnisathugun á því ferli fyrir nokkrum árum. Með hækkandi orkuverð má vera að flötur finnist á hagkvæmri vinnslu. Mykjuna má svo nota áfram á tún en áburðargildið eykst ef metan er unnið fyrst úr mykjunni.

Takk fyrir góðar mótttökur og mjög skemmtilegt spjall, Arnar Bjarni, Berglind og Margrét Hrund!

Nýja fjósið í Gunnbjarnarholti (Mynd: Magnús Hlynur Hreiðarsson)

Fleiri fréttir

Allar fréttir
9. maí 2025
Gangur í ESB verkefninu okkar Value4Farm
Lesa meira
20. mars 2025
Grein starfsfólks Orkídeu um hringrásargarða birt í Bændablaðinu
Lesa meira
18. mars 2025
Góður hugarflugsfundur á Flúðum um tækifæri í jarðhita
Lesa meira
6. mars 2025
Lífgas ehf – rekstrarfélag um lífgas- og áburðarvinnslu í Uppsveitum stofnað
Lesa meira