3. maí 2024

Mikil nýsköpun í ræktun salats í Lambhaga

Hafberg við ræktunarböndin í Lundi

Við heimsóttum Hafberg í Lambhaga og skoðuðum ræktun fyrirtækisins í Lambhaga og á nýjum stað, Lundi í Mosfellssveit. Hafberg hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir gæðaræktun á salati og kryddjurtum á undanförnum árum. Hafberg hóf ræktun á salati á sjálfbæran og vistvænan hátt árið 1979 og hefur sífellt aukið við ræktunarrými og nýjungar. Nú eru um 2 hektarar undir gleri í Lambhaga og þar með stærsta ylræktarstöð landsins.

Í Lundi er beitt mikilli sjálfvirkni í ræktun. Salatið er ræktað í rennum og sér sáningavél um að skammta fræjum í vaxtarrýmið. Þaðan flyst rennan á færiband og þar flytjast plönturnar hægt áfram, fyrst án ljóss, síðan tekur LED lýsing við og eftir ca 14 daga flytjast rennurnar á efri hæð færibandsins og njóta þá kröftugri lýsingar í 14 daga til viðbótar. Í lok ræktunartímans flytjast rennur í uppskeruvél sem sneiðir salathausana og pakkar þeim í neytendaumbúðir. Rennurnar eru síðan skolaðar og ferlið hefst að nýju.

Vélbúnaðurinn við sjálfvirknina og stýring hans er hugarfóstur Hafbergs og samstarfsfólks hans og er að mestu leyti frá innlendum birgjum. Með þessu sparast mikið vinnuafl sem aftur leiðir til lægra verðs til neytenda.

Takk fyrir fróðlega heimsókn og spjall, Hafberg og Kristmundur, rekstrarstjóri!

F.v. Hafberg, forstjóri Lambahaga, Kristmundur rekstrarstjóri, Magnús og Helga frá Orkídeu.

Færiböndin í húsum Lambhaga í Lundi, yngri plöntur flytjast upp á efri hæð færibandsins og aftur tilbaka. Allt ferlið tekur um 28 daga.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. desember 2024
Bændablaðið með frétt og fréttaskýringu um lífgas- og áburðarver
Lesa meira
12. desember 2024
Starf Orkídeu framlengt um 3 ár
Lesa meira
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira
25. nóvember 2024
Heimsókn í Mýrdalshrepp
Lesa meira