15. september 2021

Ný skýrsla um græna iðngarða

Í gær var kynnt ný skýrsla um græna iðngarða sem Landsvirkjun, sveitarfélagið Norðurþing, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Íslandsstofa hafa unnið. Skýrslan var kynnt í Hörpu, Reykjavík, og streymt var frá efni fundarins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, fylgdi skýrslunni úr hlaði ásamt öðrum aðstandendum verkefnisins.

Landsvirkjun og sveitarfélagið Norðurþing undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um forathugun á þróun og uppbyggingu Græns iðngarðs á Bakka við Húsavík. Þessir aðilar leituðu til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um stuðning enda ljóst að hluti verkefnisins myndi skila almennum niðurstöðum sem nýttust öllum mögulegum svæðum landsins, þ.m.t. þar sem þróun grænna iðngarða er þegar komin vel af stað eða í undirbúningi.

ANR ákvað að tengja þessa forathugun við verkefnið Græna dregilinn þar sem Íslandsstofa og ANR í samstarfi við Landsvirkjun leggja áherslu á ferlagreiningar, umbótatillögur um að auka skilvirkni og almennan ramma utan um þróun grænna iðngarða en Landsvirkjun og Norðurþing horfa sértækar á Bakka og tækifæri þar. Almennir lærdómar úr forathugun á Bakka munu einnig nýtast öllum.

Markmiðið er að rýna tækifærin sem grænir iðngarðar skapa til að auka aðdráttarafl Íslands og einstakra svæða til uppbyggingar og gera ferla fjárfestingaverkefna einfaldari og skilvirkari. Aðilar eru Íslandsstofa og ANR með áherslu á almenna hlutann og Landsvirkjun og Norðurþing með áherslu á Bakka sem prufuverkefni.

Skýrsluna má nálgast hér

Fleiri fréttir

Allar fréttir
13. maí 2024
Orkídea tekur þátt í tveim viðburðum á Iceland Innovation Week
Lesa meira
3. maí 2024
Mikil nýsköpun í ræktun salats í Lambhaga
Lesa meira
26. apríl 2024
Kornræktarfélag Suðurlands stofnað
Lesa meira
22. apríl 2024
Ársskýrsla Orkídeu 2023 komin út
Lesa meira