12. febrúar 2021

Nýir styrkir til nýsköpunar

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, undirritar reglur um Lóu nýsköpunarstyrki (mynd ANR)

Í gær undirritaði Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, reglur um Lóu nýsköpunarstyrki. Við bendum fyrirtækjum og frumkvöðlum á Suðurlandi á þessa nýju tegund nýsköpunarstyrkja fyrir landsbyggðina. Hlutverk styrkjanna er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra. Heildarfjárhæð styrkja árið 2021 er 100 milljónir króna, en hámarksstyrkur til hvers verkefnis er 20 milljónir króna og er úthlutað til árs í senn.

Umsóknafrestur er til 9 mars 2021. Umsóknum er skilað rafrænt á  eyðublaðavef stjórnarráðsins
Reglur fyrir Lóu  – nýsköpunarstyrki (PDF skjal)

Fleiri fréttir

Allar fréttir
29. nóvember 2023
Norðanátt fjárfestahátíð – opið fyrir umsóknir frumkvöðla
Lesa meira
28. nóvember 2023
Tariello vinnur að spennandi kjötafurðum í Þykkvabæ
Lesa meira
24. nóvember 2023
Orkídea, Blámi o.fl. fá styrk úr Loftslagssjóði til að þróa hitun með segulhitara
Lesa meira
17. nóvember 2023
Orkídea á starfamessu í Vestmannaeyjum
Lesa meira