12. febrúar 2021

Nýir styrkir til nýsköpunar

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, undirritar reglur um Lóu nýsköpunarstyrki (mynd ANR)

Í gær undirritaði Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, reglur um Lóu nýsköpunarstyrki. Við bendum fyrirtækjum og frumkvöðlum á Suðurlandi á þessa nýju tegund nýsköpunarstyrkja fyrir landsbyggðina. Hlutverk styrkjanna er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra. Heildarfjárhæð styrkja árið 2021 er 100 milljónir króna, en hámarksstyrkur til hvers verkefnis er 20 milljónir króna og er úthlutað til árs í senn.

Umsóknafrestur er til 9 mars 2021. Umsóknum er skilað rafrænt á  eyðublaðavef stjórnarráðsins
Reglur fyrir Lóu  – nýsköpunarstyrki (PDF skjal)

Fleiri fréttir

Allar fréttir
3. febrúar 2025
Rúmenar nýta lághitasvæði með varmadælum til húshitunar
Lesa meira
29. janúar 2025
Netviðburður um þróun til sjálfbærra og hringlaga hagkerfa
Lesa meira
27. janúar 2025
Umfjöllun um Livefood grænkeraosta í DFS
Lesa meira
10. janúar 2025
Samstarf við Matís endurnýjað
Lesa meira