4. júní 2024

Nýjar afurðir Value4Farm ESB verkefnisins

Tvær nýjar afurðir Value4Farm verkefnisins hafa nú litið dagsins ljós og má nálgast þær (hlaða niður) á síðu Value4Farm um afurðir.

Önnur afurðin er skýrsla sem lýsir sýnidæmum verkefnisins og þeim ólíku aðstæðum og tæknilegu áskorunum sem þeim er ætlað að leysa. Til umfjöllunar eru þrjár virðiskeðjur í þremur Evrópulöndum (Ítalíu, Belgíu og Danmörku) sem hafa allar að markmiði umbreytingu til grænna orkugjafa í landbúnaði. Hin afurðin er einnig skýrsla sem greinir stefnur og regluverk sem stýrir og styður við umbreytingu evrópsks landbúnaðar til grænna orkugjafa.

Myndin hér að ofan er úr nýrri skýrslu Value4Farm og sýnir umfang sýnidæmis og virðiskeðju Value4Farm á Ítalíu sem tekur til bæði sólarorkuframleiðslu  og framleiðslu á lífgasi úr efnisstraumum frá landbúnaði en til skoðunar þar er einnig samsetning uppskerutegunda m.t.t. til orkuinnihalds til lífgasframleiðslu. Í vissum þáttum sýnidæmisins verður notast við aðferðafræði sem þróuð var í ESB verkefninu BiogasDoneRight.

Nú er boðið upp á Vefsíðu Value4Farm í íslenskri útgáfu HÉR og einnig er hægt að gerast áskrifandi að fréttabréfi verkefnisins HÉR.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
18. nóvember 2024
Sólsker á Hornafirði reykir makríl og fleira góðgæti
Lesa meira
13. nóvember 2024
Sveitarfélagið Hornafjörður heimsótt
Lesa meira
11. október 2024
Fundur bænda um lífgas og áburð í Bændablaðinu
Lesa meira
2. október 2024
Góður fundur með kúabændum í uppsveitum Árnessýslu um lífgas
Lesa meira