28. október 2022

Nýsköpunargarðurinn – stafræn Gróska landsbyggðarinnar

Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að landið verði kolefnishlutlaust eigi síðar en árið 2040. Til þess að ná því markmiði þarf að takast á við fjölda áskorana tengdum mat, orku og vatni. Umbreyting þarf að eiga sér stað í flestum geirum efnahagslífsins og ná til allra landshluta.

Tækifæri framtíðar liggja í hugvitsömum lausnum á slíkum áskorunum. Þær spretta úr frjóum vistkerfum nýsköpunar, þar sem hugmyndir, sköpunarkraftur, hæfileikar og fjármagn gæta flætt óhindrað og fundið hvort annað.

Nýsköpunargarðurinn er rafræn frumkvöðlamiðstöð, sem er vettvangur fyrir slíkt flæði. Í Nýsköpunargarðinum er hægt að skilgreina áskoranir sem þarf að takast á við tengdum þemum á borð við orkuskiptin, fullnýtingu matvæla eða nýtingu jarðvarma. Þar er hægt að kasta fram hugmyndum að lausnum á þessum áskorunum og skilgreina verkefni byggð á slíkum hugmyndum.

Nýsköpunargarðurinn er vettvangur fyrir frumkvöðla, hugmyndasmiði, fjárfesta, hagsmunaðila, stuðningsumhverfi nýsköpunar og alla þá sem vilja taka þátt í sjálfbærri umbreytingu komandi ára. Þar myndast rými fyrir samsköpun og tengslanet þvert á landshluta og þekkingargeira. Grænir sprotar vaxa í skjóli frá eldri stofnum.

Nýsköpunargarðurinn er samstarfsverkefni Eims (Norðurlandi), Orkídeu (Suðurlandi) og Bláma (Vestfjörðum), sem byggir á lausninni Hugmyndaþorp sem þróað er af Austan mána. Verkefnið er styrkt af Lóu, nýsköpunarsjóði fyrir landsbyggðina.

 

Frá opnunarpartýi Nýsköpunargarðsins 19. okt. sl. sem fór fram í Fjölheimum á Selfossi, aðsetri Háskólafélags Suðurlands og fleiri aðila. F.v. Sólrún og Margrét Pollý (Vínland), Brynja (HfSu), Elli (LiveFood) og Hrafnhildur (Frostþurrkun). Á myndina vantar Laufeyju Sif frá Ölverki sem mætti einnig í veisluna.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
13. maí 2024
Orkídea tekur þátt í tveim viðburðum á Iceland Innovation Week
Lesa meira
3. maí 2024
Mikil nýsköpun í ræktun salats í Lambhaga
Lesa meira
26. apríl 2024
Kornræktarfélag Suðurlands stofnað
Lesa meira
22. apríl 2024
Ársskýrsla Orkídeu 2023 komin út
Lesa meira