13. júlí 2021

Nýsköpunarstjóri Skinney–Þinganes heimsóttur

Á ferð Orkídeu til Hafnar í Hornafirði þá heimsóttum við m.a. Guðmundur H. Gunnarsson nýsköpunarstjóra hjá Skinney-Þinganes. Áður en hann tók við því starfi var hann framleiðslustjóri hjá fyrirtækinu en hafði þá takmarkaðan tíma til að vinna að framþróun og nýsköpun. Skinney-Þinganes vill koma á auknum nýsköpunarkúltur innan fyrirtækis sem hingað til hefur fyrst og fremst lagt áherslu á framleiðslu sjávarafurða.  Guðmundur leggur áherslu á samsköpun þar sem nýsköpunarhugmyndir eru þróaðar og prófaðar í samvinnu við sem flesta starfsmenn fyrirtækisins. Með því móti telur hann hægt að hámarka útkomu nýsköpunarverkefna, efla uppbyggingu á hugvitsdrifnu atvinnulífi á landsbyggðinni og vinna verkefni sem skipta máli fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess.

Við þökkum Guðmundi kærlega fyrir áhugaverðar umræður um hvernig sé hægt að virkja samfélög til nýsköpunar, efla uppbyggingu á hugvitsdrifnu atvinnulífi á landsbyggðinni og tryggja að hugmyndir nái fram að ganga!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. mars 2025
Grein starfsfólks Orkídeu um hringrásargarða birt í Bændablaðinu
Lesa meira
18. mars 2025
Góður hugarflugsfundur á Flúðum um tækifæri í jarðhita
Lesa meira
6. mars 2025
Lífgas ehf – rekstrarfélag um lífgas- og áburðarvinnslu í Uppsveitum stofnað
Lesa meira
3. mars 2025
Staða garðyrkjunnar – grein þingmanns í Bændablaðinu
Lesa meira