27. desember 2021

Öflug kornræktun á Þorvaldseyri

Korn­rækt hef­ur verið stunduð á Þor­valds­eyri frá ár­inu 1960 og er kornið fyrst og fremst nýtt í skepnufóður. Kornrækt til manneldis er aðeins lítill hluti af heildarkornræktun landsmanna eða um 215 ha af um 5.000 ha sem notaðir eru í kornræktun hérlendis. Framleiðsla á korni til manneldis er því innan við 1% af heildarneyslu. Um er að ræða afar lítið hlutfall sem gæti verið hærra þar sem skilyrði til kornframleiðslu hér á landi eru til staðar og framleiðslan nýtir varnarefni í litlum eða engum mæli miðað við sambærilega ræktun víða erlendis. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segir skort á innviðum í fullvinnslu og úrvinnslu korns há kornbændum verulega, enda er þurrkun korns er orkufrek og krefst innviða í lagningu raforku. Fleira þarf þó til en þurrkun til að fullvinnsla geti átt sér stað hérlendis. Á Íslandi er engin kornmylla sem ræður við vinnslu eða forvinnslu korns til manneldis og bændur neyðast til að flytja kornið út til mölunar og heim aftur með tilheyrandi flutningskostnaði og kolefnisspori. Bygging miðlægrar myllu til mölunar á korni væri mikið framfaraspor fyrir kornbændur og neytendur hérlendis.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
21. nóvember 2022
Orkídea og Sýni ehf í samstarf um aðstoð við frumkvöðla
Lesa meira
18. nóvember 2022
Frumkvöðlar á sviði orku, matar og vatns með kynningu í Sjávarklasanum 23. nóv
Lesa meira
10. nóvember 2022
Orkugerðin í Flóa heimsótt
Lesa meira
3. nóvember 2022
EIT Food North-West fulltrúar ánægðir með heimsókn til Orkídeu
Lesa meira