16. nóvember 2021

Öflugur ylræktarklasi í Reykholti í Biskupstungum

Stjórn Orkídeu, framkvæmdastjóri og nokkrir fulltrúar í verkefnastjórn, heimsóttu ylræktarklasann í Reykholti í Biskupstungum í lok síðustu viku. Þau Helgi og Hildur í Gufuhlíð (gúrkuræktun), Helena og Knútur í Friðheimum (tómataræktun) og Axel Sæland og fjölskylda á Espiflöt (blómaræktun) stækkuðu öll sínar stöðvar á síðasta ári og heildarflatarmál stöðvanna um 20.000 fm. Á Friðheimum er einnig rekið veitingahús inni í garðyrkjustöðinni þar sem gestum bjóðast ljúffengar veitingar úr tómötum.

Við í Orkídeu skoðuðum stöðvarnar og áttum fróðlegan og skemmtilegan fund með eigendum stöðvanna. Stöðvarnar nota samtals um 6 MW af orku og mikið þekkingarsamstarf er milli stöðvanna hvað snertir ræktun. Framtíðarmöguleikar voru ræddir en raforkan, framboð og verð, skiptir garðyrkjustöðvarnar meginmáli í rekstrinum. Á fundinum kom fram mikill vilji til aukins samstarfs í að kortleggja möguleika á frekari uppbyggingu garðyrkjunnar og tengdra greina í anda hugmyndafræði Grænna iðngarða, þar sem lífrænar auðlindir og græn orka eru nýtt til fullnustu.

Það er ótrúlega gaman að vera vitni að svo öflugri uppbyggingu í garðyrkjugeiranum hjá öflugu fólki sem trúir á framtíð ylræktar og grænnar orku!

Takk fyrir okkur!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
7. júní 2024
17,7 mkr. styrkur í verkefnið Verðmætaaukning hliðarafurða laxa úr landeldi
Lesa meira
4. júní 2024
Nýjar afurðir Value4Farm ESB verkefnisins
Lesa meira
3. júní 2024
Orkídea, Eimur, Blámi og Eygló með vinnudaga á Austurlandi
Lesa meira
13. maí 2024
Orkídea tekur þátt í tveim viðburðum á Iceland Innovation Week
Lesa meira