16. nóvember 2021

Öflugur ylræktarklasi í Reykholti í Biskupstungum

Stjórn Orkídeu, framkvæmdastjóri og nokkrir fulltrúar í verkefnastjórn, heimsóttu ylræktarklasann í Reykholti í Biskupstungum í lok síðustu viku. Þau Helgi og Hildur í Gufuhlíð (gúrkuræktun), Helena og Knútur í Friðheimum (tómataræktun) og Axel Sæland og fjölskylda á Espiflöt (blómaræktun) stækkuðu öll sínar stöðvar á síðasta ári og heildarflatarmál stöðvanna um 20.000 fm. Á Friðheimum er einnig rekið veitingahús inni í garðyrkjustöðinni þar sem gestum bjóðast ljúffengar veitingar úr tómötum.

Við í Orkídeu skoðuðum stöðvarnar og áttum fróðlegan og skemmtilegan fund með eigendum stöðvanna. Stöðvarnar nota samtals um 6 MW af orku og mikið þekkingarsamstarf er milli stöðvanna hvað snertir ræktun. Framtíðarmöguleikar voru ræddir en raforkan, framboð og verð, skiptir garðyrkjustöðvarnar meginmáli í rekstrinum. Á fundinum kom fram mikill vilji til aukins samstarfs í að kortleggja möguleika á frekari uppbyggingu garðyrkjunnar og tengdra greina í anda hugmyndafræði Grænna iðngarða, þar sem lífrænar auðlindir og græn orka eru nýtt til fullnustu.

Það er ótrúlega gaman að vera vitni að svo öflugri uppbyggingu í garðyrkjugeiranum hjá öflugu fólki sem trúir á framtíð ylræktar og grænnar orku!

Takk fyrir okkur!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira
19. júní 2025
Ársskýrsla Orkídeu 2024 komin út
Lesa meira
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira