24. maí 2022

Orkídea á ManuREsource ráðstefnunni í Hollandi

Sveinn og Helga ásamt samstarfskonu úr HE Evrópuumsókn, Marieke Verbeke (á miðri mynd) sem var einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar

Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri og Helga Gunnlaugsdóttir R&Þ stjóri Orkídeu tóku nýlega þátt í ManuREsource ráðstefnu sem haldin var í Hertogenbosch í Hollandi, dagana 11-13 maí sl.

ManuREsource er alþjóðleg ráðstefna sem nú var haldin í fimmta sinn og leggur hún áherslu á að gefa innsýn í þróun og nýjungar á sviði tæknilausna til nýtingar á búfjáráburði með það að markmiði að nýta þessa lífrænu auðlind sem best t.d. til orkuframleiðslu, endurheimt næringarefna og áburðarnotkun í ræktun, vinnslu á metani og koltvísýringi ofl. Sömuleiðis voru stefnumótandi aðgerðir sem gripið hefur verið til í Evrópu til að takast á við mikið magn búfjáráburðar, umfram nýtingarmöguleika á bújörðum, á vissum svæðum í Evrópu, kynntar og ræddar. Bæði hvað varðar áburðarstjórnun í víðum skilningi sem og meðhöndlun og notkun búfjáráburðar í einstökum Evrópulöndum.

Áhersla var lögð á að hætta að líta á búfjáráburð sem úrgang, heldur sem lífræna auðlind sem hægt er að nýta  á marga vegu og stuðla að því að þessi auðlind verið hornsteinn hringrásarhagkerfis.

Nánar verður sagt frá ráðstefnunni síðar hér á vefsíðunni.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
8. apríl 2024
Skoðunarferð á lífgasstöðvar í Belgíu
Lesa meira
30. mars 2024
Fyrstu niðurstöður Value4Farm
Lesa meira
11. mars 2024
Lífgas er vænlegur kostur í orkuskiptum
Lesa meira
28. febrúar 2024
Vefsíða Value4Farm komin í loftið
Lesa meira