22. október 2025

Orkídea á Value4Farm ESB verkefnafundi á Ítalíu

Magnús og Sveinn héldu erindi um starf Orkídeu í verkefninu

Við sóttum fund í Value4Farm ESB verkefninu í september sl. Verkefnið á fullri ferð og framundan eru spennandi aðgerðir sem miða að því að styðja við endurnýjanlega orkuframleiðslu í Evrópu. Á Íslandi rær Orkídea öllum árum að því að kynna og koma á fót líforkuver fyrir og með hagaðilum hérlendis. Við verðum vör við vaxandi vitund og áhuga á uppsetningu líforkuvera bæði tengdum hefðbundnum landbúnaði og í garðyrkju í uppsveitum Suðurlands (Value4Farm verkefnið) og í landeldi til að mynda með aðkomu okkar að Terraforming LIFE verkefninu í Þorlákshöfn. Myndbandið sem fylgir hér með gefur innsýn í metnaðarfull áform Value4Farm.

Við Magnús héldum erindi um undirbúning okkar og heimamanna að lífgas- og áburðarveri nálægt Reykholti í Bláskógabyggð.

Við heimsóttum einnig glæsilegt lífgas- og áburðarver í eigu og rekstri CIB – Consorzio Italiano Biogas Italiano Biogas, sem eru þáttakendur í verkefninu. Verið er gott dæmi um hringrás í landbúnaði með því að vinna hliðarstrauma úr landbúnaði (t.d. tómatahrat) og skapa orku og áburð úr hráefninu og slá þar með margar flugur í einu höggi, auka framleiðni með gæðaáburði, orkuframleiðsla og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHG).

Nokkrar myndir frá fundinum og heimsókninni:

Tilraun með að sameina hallandi sólarsellur og ræktun á landi undir sellunum, hefur komið vel út.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. desember 2025
Uppfærð stefna ESB um samkeppnishæft og sjálfbært lífhagkerfi (bioeconomy)
Lesa meira
12. desember 2025
Sunnlenskir bændur heimsækja Förka lífgas- og áburðarverið í Færeyjum
Lesa meira
21. nóvember 2025
Ný ör-túrbínutækni við nýtingu lífgass í Value4Farm verkefninu – video
Lesa meira
19. nóvember 2025
Fróðleg skoðunarferð með sunnlenskum bændum um lífgas- og áburðarver í Belgíu
Lesa meira