24. nóvember 2023

Orkídea, Blámi o.fl. fá styrk úr Loftslagssjóði til að þróa hitun með segulhitara

Spennandi verkefni sem Orkídea, Blámi, Orkubú Vestfjarða, Sigurður Markússon og Sidewind fengu styrk til frá Loftslagssjóði. Starfsmenn Orkídeu dustuðu ryki af hugmynd fyrr á árinu, sem reynd var hérlendis fyrir um 50 árum, sem er að nota núningshitara til hitunar á vatni, en þáverandi vindmyllutækni réði ekki við álagið. Hugmyndin barst síðan frá okkur til Bláma sem hafði tök á að fjármagna kaup á segulhitara eða spanhitara (ein gerð núningshitara en með meiri skilvirkni) og koma verkefninu í farveg með myndarlegum hætti. Umsókn okkar til Loftslagssjóðs gerir okkur kleift að vinna frekar í verkefninu og skoða m.a. heppilega „kalda“ staði á Suðurlandi og gera tilraunir þar með þessa spennandi og einföldu tækni, hvort sem er með vindorku eða vatnsorku sem hreyfiaflgjafa.

Sjá nánar á vefsíðu Bláma

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. mars 2025
Grein starfsfólks Orkídeu um hringrásargarða birt í Bændablaðinu
Lesa meira
18. mars 2025
Góður hugarflugsfundur á Flúðum um tækifæri í jarðhita
Lesa meira
6. mars 2025
Lífgas ehf – rekstrarfélag um lífgas- og áburðarvinnslu í Uppsveitum stofnað
Lesa meira
3. mars 2025
Staða garðyrkjunnar – grein þingmanns í Bændablaðinu
Lesa meira