Spennandi verkefni sem Orkídea, Blámi, Orkubú Vestfjarða, Sigurður Markússon og Sidewind fengu styrk til frá Loftslagssjóði. Starfsmenn Orkídeu dustuðu ryki af hugmynd fyrr á árinu, sem reynd var hérlendis fyrir um 50 árum, sem er að nota núningshitara til hitunar á vatni, en þáverandi vindmyllutækni réði ekki við álagið. Hugmyndin barst síðan frá okkur til Bláma sem hafði tök á að fjármagna kaup á segulhitara eða spanhitara (ein gerð núningshitara en með meiri skilvirkni) og koma verkefninu í farveg með myndarlegum hætti. Umsókn okkar til Loftslagssjóðs gerir okkur kleift að vinna frekar í verkefninu og skoða m.a. heppilega „kalda“ staði á Suðurlandi og gera tilraunir þar með þessa spennandi og einföldu tækni, hvort sem er með vindorku eða vatnsorku sem hreyfiaflgjafa.
Sjá nánar á vefsíðu Bláma