27. janúar 2021

Orkídea heimsækir Ölfus Cluster

Frá Þorlákshöfn í Ölfusi (mynd: Ölfus Cluster)

Þann 22. janúar fórum við starfsmenn Orkídeu í heimsókn í Ölfus Cluster (ÖC)  sem er þekkingarklasi fyrirtækja og opinberra aðila sem koma að nýsköpun, vöruþróun og rannsóknum í Ölfusi. Við ræddum þar við Pál Marvin Jónsson framkvæmdastjóra Ölfus Cluster, Elliða Vignisson bæjarstjóra og Grétar Inga Erlendsson formann bæjarráðs og stjórnarmann í SASS.  

Fram kom að Ölfus Cluster vinnur að uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu með sérstaka áherslu á sjálfbæra matvælaframleiðslu. Matvælaframleiðsla  er mikilvæg fyrir Ölfus og getur orðið enn mikilvægari á stórum skala á næstu árum og áratugumÞar er næg orka til staðar (mikið enn ónýtt), mikið af köldu vatni, landrými sem er slétt og gott með engum mannvistarleifum og orðið vel gróið.  

Ljóst er að það eru umtalsverðir samstarfsmöguleikar milli Orkídeu og Ölfus Cluster í tengslum við að gera íslenska matvælaframleiðslu umhverfisvænni með nýtingu grænnar orku. Bæði verkefnin vilja stuðla að nýsköpun og verðmætasköpun á sviði matvælaframleiðslu með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi. Ætlunin er að nýta þessa samstarfsmöguleika til hins ítrasta. 

Fleiri fréttir

Allar fréttir
27. september 2023
Heimsókn Orkídeu í Búrfellsstöð
Lesa meira
26. september 2023
Uppbyggingarsjóður Suðurlands – frestur til 3. okt nk.
Lesa meira
14. september 2023
Starfsfólki Orkídeu boðið á ýmsar alþjóðlegar ráðstefnur í september
Lesa meira
22. ágúst 2023
Orkídea landar öðrum styrk úr nýsköpunarsjóðum Evrópusambandsins
Lesa meira