2. febrúar 2023

Orkídea leitar að verkefnastjóra

Orkídea leitar að öflugum einstaklingi, sem er til í gott hugarflug og með auga fyrir nýjum hugmyndum og lausnum, í starf verkefnastjóra í uppbyggingu Grænna iðngarða á Suðurlandi, í anda hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og nýsköpunar.

Grænn iðngarður er samstarfsnet fyrirtækja á ákveðnu atvinnusvæði þar sem skipst er á orku og hráefnum þar sem úrgangur og straumar eins fyrirtækis getur nýst sem auðlind annars. Innviðir græns iðngarð eru skipulagðir með samvinnu í huga er varðar þjónustu og viðskipti fyrirtækjanna innan garðsins. Uppbygging græns iðngarðs styður við sjálfbærni með innleiðingu félagslegra, efnahagslegra og umhverfisvænna sjónarmiða í skipulagi, stýringu og framkvæmd.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Þátttaka í teymisvinnu um hönnun og mótun Grænna iðngarða á Suðurlandi
  • Öflun og mótun nýrra viðskiptatækifæra fyrir Græna iðngarða með hringrásarhugsun að leiðarljósi
  • Greining á nauðsynlegum innviðum og kostnaði
  • Samskipti og samvinna við nýja og núverandi rekstraraðila sem og sveitarstjórnir og byggðaþróunarfulltrúa viðkomandi svæða
  • Önnur verkefni sem tengjast innleiðingu hringrásarhagkerfis á Suðurlandi

Hæfniskröfur:

  • Nám sem nýtist í starfi
  • Farsæl og haldgóð starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Brennandi áhugi á nýsköpun, orku og umhverfismálum
  • Frumkvæði og drifkraftur í einstaklings- og teymisvinnu
  • Lipurð og hæfni í samskiptum
  • Færni í að koma frá sér efni í ræðu og riti
  • Reynsla af verkefnastjórnun
  • Tækniþekking sem nýtist í starfi er kostur
  • Góð enskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar nk.

Starfsstöð er á Suðurlandi. Öll kyn eru hvött til að sækja um. Umsókn, sem sendist á orkidea@orkidea.is, skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi um hæfni umsækjanda til að gegna starfinu.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
13. september 2024
Starf Orkídeu kynnt á vinnufundi BIO2REG ESB-verkefnisins
Lesa meira
9. ágúst 2024
Value4Farm kynnt á World Biogas Expo/Summit
Lesa meira
8. ágúst 2024
Frostþurrkun ehf: „Óplægður akur tækifæra“
Lesa meira
7. júní 2024
17,7 mkr. styrkur í verkefnið Verðmætaaukning hliðarafurða laxa úr landeldi
Lesa meira