Orkídea og Matís ohf. undirrituðu nýlega samstarfssamning sem hefur það að markmiði að vinna saman að aukinni verðmæta- og nýsköpun á sviði matvæla og líftækni á Suðurlandi. Samstarfinu er einnig ætlað að vekja áhuga sunnlenskra hagaðila á að tengjast verðmæta- og nýsköpun á sviðinu og fá þá til samstarfs. Í þessu skyni hafa Orkídea og Matís hug á að skoða sameiginleg verkefni og sameiginlega sókn í sjóði þegar kostur gefst. Samstarfið felur ekki í sér sameiginlega fjármögnun nema í gegnum verkefni sem sjóðir styrkja.
Orkídea fagnar samningnum og telur hann fela í sér mikil tækifæri fyrir Suðurland og sunnlenska nýsköpun á sviði matvæla og líftækni.
Frá undirritun samnings, f.v. Helga og Sveinn frá Orkídeu, Oddur Már Gunnarssson, forstjóri Matís og Bryndís Björnsdóttir frá Matís