23. apríl 2021

Orkídea og Matís ohf. undirrita samstarfssamning

Sveinn og Oddur Már innsigla samstarfssamning Orkídeu og Matís

Orkídea og Matís ohf. undirrituðu nýlega samstarfssamning sem hefur það að markmiði að vinna saman að aukinni verðmæta- og nýsköpun á sviði matvæla og líftækni á Suðurlandi. Samstarfinu er einnig ætlað að vekja áhuga sunnlenskra hagaðila á að tengjast verðmæta- og nýsköpun á sviðinu og fá þá til samstarfs. Í þessu skyni hafa Orkídea og Matís hug á að skoða sameiginleg verkefni og sameiginlega sókn í sjóði þegar kostur gefst. Samstarfið felur ekki í sér sameiginlega fjármögnun nema í gegnum verkefni sem sjóðir styrkja.

Orkídea fagnar samningnum og telur hann fela í sér mikil tækifæri fyrir Suðurland og sunnlenska nýsköpun á sviði matvæla og líftækni.

Frá undirritun samnings, f.v. Helga og Sveinn frá Orkídeu, Oddur Már Gunnarssson, forstjóri Matís og Bryndís Björnsdóttir frá Matís

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. mars 2025
Grein starfsfólks Orkídeu um hringrásargarða birt í Bændablaðinu
Lesa meira
18. mars 2025
Góður hugarflugsfundur á Flúðum um tækifæri í jarðhita
Lesa meira
6. mars 2025
Lífgas ehf – rekstrarfélag um lífgas- og áburðarvinnslu í Uppsveitum stofnað
Lesa meira
3. mars 2025
Staða garðyrkjunnar – grein þingmanns í Bændablaðinu
Lesa meira