14. september 2022

Orkídea og Rangárþing ytra skrifa undir viljayfirlýsingu um stofnun Græns iðngarðs

Í morgun undirrituðu Orkídea og sveitarfélagið Rangárþing ytra viljayfirlýsingu um samstarf um að koma á fót Grænum iðngarði í sveitarfélaginu. Grænn iðngarður nær yfir ákvæðið svæði með ólíkum fyrirtækjum þar sem fyrirtækin leitast við að ná betri nýtni auðlinda, hreinni framleiðslu, stuðla að samvinnu fyrirtækja, draga úr loftslagsbreytingum og mengun ásamt því að fylgja félagslegum stöðlum, samnýta innviði og öðlast betri stýringu á áhættu.  Grænn iðngarður er liður í því að byggja upp hringrásarkerfi í framleiðslu, sem byggjast á því lágmarka úrgang og hámarka nýtingu auðlinda. Jafnframt gefa iðngarðar, grænir sem aðrir, færi á sameiginlegum innkaupum orku og þjónustu sem er hagfelld fyrir einstök fyrirtæki iðngarðsins.

Orkídea og Rangárþing ytra munu vinna sameiginlega að kortlagningu á heppilegri atvinnustarfsemi og viðskiptatækifærum sem gætu átt heima innan Græns iðngarðs, kortlagningu hindrana og kynningu á möguleikum Græns iðngarðs. Orkídea mun leita upplýsinga og gagna sem geta nýst verkefninu og aðstoða sveitarfélagið í undirbúningi þess. Rangárþing ytra mun fyrir sitt leyti stýra skipulagsvinnu og sýn fyrir garðinn. Aðilar yfirlýsingar munu hafa samvinnu um að útvega fjármagn til stofnunar garðsins með umsóknarvinnu og/eða samtölum við opinbera aðila og fjárfesta.

Skoðuð verða sérstaklega verkefni á sviði nýsköpunar í matvælaframleiðslu, líftækni og sjálfbærni sem gætu átt heima í Grænum iðngarði.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
11. október 2024
Fundur bænda um lífgas og áburð í Bændablaðinu
Lesa meira
2. október 2024
Góður fundur með kúabændum í uppsveitum Árnessýslu um lífgas
Lesa meira
17. september 2024
Staðbundin orkuframleiðsla í landbúnaði Evrópu
Lesa meira
16. september 2024
Uppbyggingarsjóður Suðurlands – umsóknir til 1.okt. nk.
Lesa meira