21. nóvember 2022

Orkídea og Sýni ehf í samstarf um aðstoð við frumkvöðla

Hanna Lóa Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sýnis ehf og Sveinn Aðalsteinsson, Orkídeu.

Orkídea og Sýni ehf, rannsóknar- og ráðgjafarfyrirtæki í matvælaiðnaði, handsöluðu í morgun samkomulag um samstarf í aðstoð fyrirtækjanna við frumkvöðla í matvælaframleiðslu. Sýni ehf býður upp á þjónustu við matvælafyrirtæki t.d. varðandi gæðakerfi þegar hefja á rekstur fyrirtækja í matvælaiðnaði. Í samkomulagi Orkídeu og Sýnis felst m.a. að kynna þjónustu hvors aðila fyrir sig í því skyni að auðvelda frumkvöðlum að leita aðstoðar og þjónustu í ferlinu. Á vefsíðu Sýnis má m.a. finna eftirfarandi upplýsingar um fyrirtækið:

Sýni ehf. býður upp á ráðgjöf og þjónustu við fyrirtæki í matvælaiðnaðinum. Boðið er upp á örverumælingar, t.d. vegna mats á ferskleika, efnagreiningar vegna krafna um næringargildismerkingar, aðstoð við uppsetningu og viðhald innra eftirlits, hreinlætiseftirlit og ýmis konar fræðslu og námskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja í matvælaiðnaði.

Á starfsstöð Sýnis ehf. á Akureyri er starfrækt prófunarstofa fyrir helstu örverumælingar.

Heildarlausnir fyrir matvælafyrirtæki:

  • Gæðamál: Uppsetning og uppfærslur á gæðahandbókum, þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk
  • Efna- og örverumælingar: Gæðakröfur, geymsluþol, næringargildi
  • Úttektir á gæðakerfum: BRC, IFFO RS, RFM og MSC í samstarfi við alþjóðlega vottunarfyrirtækið Sai Global
  • Úttektir: Hreinlætisúttektir, vörumerkingar, framleiðsluvörur, farmúttektir
  • Vöruþróun og meðferð matvæla: Aðstoð við úrlausn tæknilegra vandamála, geymsluþol, nýting o.fl.
  • Umhverfismál: Sýnatökur og mælingar á frárennsli og útblæstri, ráðgjöf í samstarfi við Verkís
  • Matvælaskólinn hjá Sýni: Fjölbreytt námskrá um flest sem við kemur matvælum, einnig námskeið fyrir hópa tengd matargerð og hollustu

Hjá Sýni starfar faglært fólk með háskólapróf í matvælafræði, efnafræði, sjávarútvegsfræði, næringarfræði, líffræði, líftækni og verkefnastjórnun svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið er í dag einn stærsti einkarekni vinnustaðurinn fyrir háskólamenntað fagfólk í matvælaiðnaði.  Í ráðgjöfinni sameinast þekkingin svo allri þeirri reynslu sem byggst hefur upp í fyrirtækinu á þeim rúmlega 20 árum sem það hefur starfað.

Sýni ehf. starfrækir einu einkareknu prófunarstofurnar á þessu sviði sem fengið hefur faggildingu skv. IST EN ISO/IEC 17025 staðlinum fyrir algengustu efna- og örveruprófanir.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
3. febrúar 2025
Rúmenar nýta lághitasvæði með varmadælum til húshitunar
Lesa meira
29. janúar 2025
Netviðburður um þróun til sjálfbærra og hringlaga hagkerfa
Lesa meira
27. janúar 2025
Umfjöllun um Livefood grænkeraosta í DFS
Lesa meira
10. janúar 2025
Samstarf við Matís endurnýjað
Lesa meira