1. desember 2022

Pitch Perfect kvöld með frumkvöðlum og samstarf við Sjávarklasann

Frá undirritun viljayfirlýsingar, Alexandra Leeper (Sjávarklasinn), Sveinn Aðalsteinsson (Orkídea), Ottó Elíasson (Eimur), Þorsteinn Másson (Blámi)

Samstarfsverkefnin Orkídea, Eimur, Blámi og Íslenski Sjávarklasinn héldu Energy Happy Hour – Pitch Perfect kvöld nýlega í húsnæði Íslenska sjávarklasans með frumkvöðlum og mörgum góðum gestum. Sérfræðingahópur rýndi framsögur frá frumkvöðlum og gaf góð ráð. Mjög fróðlegar og spennandi „söluræður“ hjá þessum flottu frumkvöðlum og skemmtilegar umræður spunnust um hvert verkefni.

Kvöldinu lauk með undirskrift viljayfirlýsingar um frekara samstarf milli Orkídeu, Sjávarklasans, Eims og Bláma. Spennandi samstarf framundan!

Takk þið öll sem mættuð og takk Alexandra Leeper hjá Sjávarklasanum fyrir skipulagningu!

Hér fyrir neðan eru myndir frá kvöldinu og nöfn þeirra frumkvöðla sem kynntu hugmyndir sínar.

Guðbjörg Rist frá Atmonia

Íris Ólafsdóttir frá Orb ehf.

Margrét Polly Hansen frá Vínland ehf

Sigurjón Haraldsson frá Íshampi Últra

Anna Karlsdóttir og Jan Dobrowolski frá BioBuilding

Alexandra Leeper og Justine Vanhalst frá Hringvarma

Hjalti Sigmundsson frá RST Net

Árni Rúnar Örvarsson frá Icelandic Eider

Júlía Katrín Björke og Dagbjört frá Mýsköpun

Sérfræðingahópurinn gaf góð ráð og kom með góðar spurningar, f.v. Ragnar Sær Ragnarsson, Sigurður H. Markússon, Rafn Helgason, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Arnar Sigurðsson og frá Co/Plus komu Gaute Høgh, Camilla Schou Kjærgaard og Sverrir Björnsson.

Fjölmargir lögðu leið sína í Sjávarklasann þetta kvöldið.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. desember 2025
Uppfærð stefna ESB um samkeppnishæft og sjálfbært lífhagkerfi (bioeconomy)
Lesa meira
12. desember 2025
Sunnlenskir bændur heimsækja Förka lífgas- og áburðarverið í Færeyjum
Lesa meira
21. nóvember 2025
Ný ör-túrbínutækni við nýtingu lífgass í Value4Farm verkefninu – video
Lesa meira
19. nóvember 2025
Fróðleg skoðunarferð með sunnlenskum bændum um lífgas- og áburðarver í Belgíu
Lesa meira