13. janúar 2023

Pure North í Hveragerði í forystu um endurnýtingu á plasti

Helga frá Orkídeu og Sigurður, framkvæmdastjóri Pure North, halda á frumgerð girðingarstaurs úr endurunnu plasti

Fórum í mjög áhugaverða heimsókn í Pure North í Hveragerði og töluðum við framkvæmdastjórann Sigurð Halldórsson. Hann sagði okkur m.a. að Pure North sé eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu. Í endurvinnslunni er notuð gufa til að hreinsa óhreinan plastúrgang (t.d. heyrúlluplast) sem er síðan unnið áfram og breytt í plastkorn (pellettur) sem seldar eru til framleiðslu á nýjum plastvörum, t.d. girðingastaurum sem reiknað er með að komi á markað á þessu ári. Fyrirtækið endurvinnur megnið af því heyrúlluplasti og öðru plasti sem flokkað er frá á Suðurlandi og hefur verið í góðri samvinnu við úrgangsfyrirtæki, sveitafélög og fyrirtæki á svæðinu til að hámarka endurvinnslu á plasti sem fellur til í fjórðungnum.

Fyrirtækið er einnig með ráðgjöf til fyrirtækja í úrgangsmálum með það að leiðarljósi að innleiða breytingar á úrgangsstjórnun, draga úrgangi og innleiða heppilegar tæknilausnir. Nýleg hefur fyrirtækið byrjað að flytja inn jarðgerðarvélar sem breyta lífrænum úrgangi í lífrænan áburð á 24 klst. Helstu kostir þessara véla er að þær leiða til 90% rúmmálsminnkunar á lífrænum úrgangi og að honum er breytt í næringarríkan lífrænan áburð á skömmum tíma. Samtals eru 18 starfsmenn hjá fyrirtækinu sem er með starfsemi bæði í Hveragerði og Reykjavík.

Endurunnin plastkorn sem Pure North vinnur úr heyrúlluplasti sem má nýta síðan í t.d. girðingarstaura

Fleiri fréttir

Allar fréttir
3. febrúar 2025
Rúmenar nýta lághitasvæði með varmadælum til húshitunar
Lesa meira
29. janúar 2025
Netviðburður um þróun til sjálfbærra og hringlaga hagkerfa
Lesa meira
27. janúar 2025
Umfjöllun um Livefood grænkeraosta í DFS
Lesa meira
10. janúar 2025
Samstarf við Matís endurnýjað
Lesa meira