25. ágúst 2022

Ráðstefna Orkídeu og LbhÍ um nýsköpun og tækifæri í matvælaframleiðslu 8. sept. nk.

Nýsköpun og tækifæri í íslenskri matvælaframleiðslu

Brýnt er að auka matvælaframleiðslu í heiminum verulega á næstu áratugum vegna sífellt vaxandi íbúafjölda heimsins. Í þessu felast miklar áskoranir þar sem stór hluti af nýtanlegu gróðurlendi heimsins er þegar notað í landbúnaðarframleiðslu. Nýtanlegir fiskistofnar eru margir komnir að þolmörkum og vaxandi skortur er á orku og vatni til fæðuframleiðslu. Í þessum áskorunum felast jafnframt mikil tækifæri fyrir Ísland sem ætlunin er að varpa ljósi á í þessum viðburði sem er samstarfsverkefni Orkídeu, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, Háskólans á Bifröst, Íslandsstofu, Lax-inn fræðslumiðstöðvar, Matís, Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, Samtökum smáframleiðenda matvæla og Ölfus Cluster.

Tími og staður 8. september kl. 9.00-12.15 á Hótel Selfossi.

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku, skráning hér

Fundarstjóri: Vigdís Häsler, framkv.stj. Bændasamtaka Íslands

Efni ráðstefnunnar verður tekið upp og gert aðgengilegt á vefsíðum Orkídeu og LbhÍ.

Endanlega dagskrá má sjá hér að neðan:

Fleiri fréttir

Allar fréttir
3. febrúar 2025
Rúmenar nýta lághitasvæði með varmadælum til húshitunar
Lesa meira
29. janúar 2025
Netviðburður um þróun til sjálfbærra og hringlaga hagkerfa
Lesa meira
27. janúar 2025
Umfjöllun um Livefood grænkeraosta í DFS
Lesa meira
10. janúar 2025
Samstarf við Matís endurnýjað
Lesa meira