15. desember 2021

Repjan á Þorvaldseyri nýtist í margt

Helga frá Orkídeu og feðgarnir Ólafur og Páll á Þorvaldseyri

Við heimsóttum frumkvöðlana Ólaf Eggertsson, Guðnýju A. Valberg og Páll Eggert Ólafsson bændur á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Þar er mikil kornrækt og hefur bygg verið ræktað þar samfellt frá árinu 1960. Á Þorvaldseyri eru í heildina um 300 hektara ræktanlegu landi og þar af eru nú 150 hektarar nýttir, um fimm hektarar af vetrarrepju og tæpir 40 í korninu.

Undanfarin ár hafa þeir feðgar verið að gera tilraunir með vetrarafbrigði af repju sem sáð er um miðjan júli og uppskorið í lok ágúst/byrjun september árið eftir (tvíært afbrigði). Þetta er mun fyrr en annars væri með repju sem sáð er að vori (mars/apríl) og uppskorið í lok september/október. Repjan er öll pressuð og unnin úr henni olía, en olíuinnihald fræjanna er 35 – 40%. Hratið, eða mjölið sem þar fellur til, er síðan notað í fóður fyrir kýrnar á bænum ásamt bygginu sem þeir rækta. Þeir feðgar kaupa bara fiskimjöl og blanda fóðrið allt saman heima á búinu og eru því orðnir nær algjörlega sjálfbærir með fóður fyrir skepnurnar. Repjuolían verður síðan nýtt til að búa til lífdísilolíu sem hægt er að nýta sem eldsneyti t.d. á traktora og skipavélar.

Umtalsverður ávinningur er af aukinni repjurækt í landbúnaði. Hægt er að vinna úr henni lífdíselolíu og nýta hratið í fóður fyrir skepnur. Innlend framleiðsla á lífdísil dregur úr þörfinni fyrir innflutning á jarðefnaolíu og komið er í veg fyrir CO2 losunina sem fylgir notkun jarðefnaolíunnar auk þess sem bruni lífdísilolíunnar er hreinni með tilliti til margra annarra mengunarþátta. Sömuleiðis tekur repjan í sig 6 tonn af CO2 fyrir hvern ræktaðan hektara sem opnar á tækifæri til landgræðslu og undirbúnings jarðvegs fyrir aðra ræktun. Í þessu felast dýrmæt tækifæri til nýsköpunar í landbúnaði og aukinnar sjálfbærni í íslensku samfélagi.

Ólafur með repjuplöntu sem lifir vel af íslenska veturinn undir Eyjafjöllum, sem er yfirleitt mildur.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
22. apríl 2024
Ársskýrsla Orkídeu 2023 komin út
Lesa meira
8. apríl 2024
Skoðunarferð á lífgasstöðvar í Belgíu
Lesa meira
30. mars 2024
Fyrstu niðurstöður Value4Farm
Lesa meira
11. mars 2024
Lífgas er vænlegur kostur í orkuskiptum
Lesa meira