1. febrúar 2021

Reykir heimsóttir

LED lýsing á Reykjum

Heimsóttum samstarfsaðila okkar hjá Landbúnaðarháskólanum í starfstöð þeirra að í Reykjum í Ölfusi, þann 20. janúar síðastliðinn. Hittum meðal annars Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur rektor og Áshildi Bragadóttur endurmenntunarstjóra LbHÍ, sem sýndu okkur svæðið. Við fengum innsýn í starfsemina og möguleikum sem þar eru til að efla rannsóknir og þróun á ýmsum sviðum ræktunar.
Þar er t.d. unnið markvisst með LED-lýsingu í því skyni að auka uppskeru grænmetis og spara rafmagn. Við kíktum líka á hitabeltishúsið (bananahúsið), alltaf gaman að sjá hvað er hægt að rækta á Íslandi!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira
19. júní 2025
Ársskýrsla Orkídeu 2024 komin út
Lesa meira
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira