Framkvæmdastjóri Orkídeu átti þess kost að halda erindi á ráðstefnu Geothermal Bridge Initiative sem haldin var í Rúmeníu í síðustu viku GeothermalResearchCluster – GEORG, íslenski jarðhitaklasinn, heldur utan um verkefnið en þátttökulönd eru, auk Íslands, Rúmenía og Pólland. Verkefnið er styrkt af EEA Grants – Norway Grants, sjóður EES landanna (Ísland, Noregur, Lichtenstein) fyrir samstarf og þróunarstarf við 15 lönd Suður- og Austur-Evrópu. Með í för var öflug sendinefnd frá Íslandi, m.a. frá Bláma, SSNV, Orkustofnun (Umhverfis- og orkustofnun), Eyglo auk og starfsfólks GEORGS. Allir þessir aðilar kynntu áherslumál sín og samstarfsmöguleika á ráðstefnunni.
Mjög fróðlegt að sjá hvernig Rúmenar hafa nýtt lághitasvæði til húshitunar með því tengja varmadælur við lághita-jarðhita og fengið þannig skilvirka leið til húshitunar sem er hagkvæm og örugg í kostnaði og afhendingu. Við getum lært margt af þessu verkefni í okkar nýtingu á lághitasvæðum út um allt land, einnig á Suðurlandi, starfssvæði Orkídeu.
Rúmenar hyggjast einnig nýta lághita til ferðaþjónustu, ylræktar og landeldis og verður spennandi að fylgjast með frekari framgangi þeirra verkefna í framtíðinni.