3. febrúar 2025

Rúmenar nýta lághitasvæði með varmadælum til húshitunar

Framkvæmdastjóri Orkídeu átti þess kost að halda erindi á ráðstefnu Geothermal Bridge Initiative sem haldin var í Rúmeníu í síðustu viku GeothermalResearchCluster – GEORG, íslenski jarðhitaklasinn, heldur utan um verkefnið en þátttökulönd eru, auk Íslands, Rúmenía og Pólland. Verkefnið er styrkt af EEA Grants – Norway Grants, sjóður EES landanna (Ísland, Noregur, Lichtenstein) fyrir samstarf og þróunarstarf við 15 lönd Suður- og Austur-Evrópu. Með í för var öflug sendinefnd frá Íslandi, m.a. frá Bláma, SSNV, Orkustofnun (Umhverfis- og orkustofnun), Eyglo auk og starfsfólks GEORGS. Allir þessir aðilar kynntu áherslumál sín og samstarfsmöguleika á ráðstefnunni.

Mjög fróðlegt að sjá hvernig Rúmenar hafa nýtt lághitasvæði til húshitunar með því tengja varmadælur við lághita-jarðhita og fengið þannig skilvirka leið til húshitunar sem er hagkvæm og örugg í kostnaði og afhendingu. Við getum lært margt af þessu verkefni í okkar nýtingu á lághitasvæðum út um allt land, einnig á Suðurlandi, starfssvæði Orkídeu.

Rúmenar hyggjast einnig nýta lághita til ferðaþjónustu, ylræktar og landeldis og verður spennandi að fylgjast með frekari framgangi þeirra verkefna í framtíðinni.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
3. febrúar 2025
Rúmenar nýta lághitasvæði með varmadælum til húshitunar
Lesa meira
29. janúar 2025
Netviðburður um þróun til sjálfbærra og hringlaga hagkerfa
Lesa meira
27. janúar 2025
Umfjöllun um Livefood grænkeraosta í DFS
Lesa meira
10. janúar 2025
Samstarf við Matís endurnýjað
Lesa meira