30. janúar 2024

Rýnihópur Value4Farm tekinn til starfa

Orkídea tekur þátt í ESB nýsköpunarverkefninu Value4Farm sem var hleypt af stokkunum 1. september sl. Verkefnið snýst um þróun og innleiðingu á lausnum til orkuframleiðslu í landbúnaði, einkum samhæfingu orku og fæðuframleiðslu. Markmiðið er að lágmarka notkun á jarðefnaeldsneyti og helst skipta því út fyrir umhverfisvænni valkosti. Væntingar okkar með verkefninu eru að umhverfisvænir orkugjafar geti uppfyllt orkuþarfir og kröfur um sjálfbærni í landbúnaði með staðbundinni orkuframleiðslu.

Eitt af framlögum Orkídeu til Value4Farm verkefnisins er umræða í rýnihópum hérlendis til að gera okkur betur grein fyrir stöðu og þörfum bænda á Íslandi. Markmið rýnihópsins er að annars vegar að skilja betur hvernig megi hámarka eða besta samsetningu og meðhöndlun á hráefni frá landbúnaði til lífgasvinnslu og hins vegar að greina tækifæri og áskoranir til lífgasframleiðslu á Suðurlandi. Áður fór fram skoðanakönnum um sama efni og voru  helstu niðurstöður hennar til umfjöllunar í rýnihópnum. Rýnihópurinn fjallaði um tækifæri og áskoranir í framleiðslu á lífgasi og þátttakendur fengu tækifæri til að greina frá hvað þei teldu að gæti stutt við slík verkefni. Svipuð vinna hefur átt sér stað í öðrum löndum þeirra sem taka þátt í verkefninu þ.m.t. Belgíu, Póllandi, Ítalíu og Danmörku.

Niðurstöður þessarar vinnu verða aðgengilegar á vef verkefnisins og á vef Orkídeu. Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Magnús magnus@orkidea.is

Rýnihópurinn, vaskur hópur bænda og ráðunauta, mætti ýmist til okkar á Selfoss í gær eða tók þátt í fjarfundi með okkur og tók virkan þátt í umræðum um þessi mikilvægu mál landbúnaðarins.

Takk kærlega fyrir að leggja okkur lið í þessu verkefni!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
26. apríl 2024
Kornræktarfélag Suðurlands stofnað
Lesa meira
22. apríl 2024
Ársskýrsla Orkídeu 2023 komin út
Lesa meira
8. apríl 2024
Skoðunarferð á lífgasstöðvar í Belgíu
Lesa meira
30. mars 2024
Fyrstu niðurstöður Value4Farm
Lesa meira