19. október 2023

Samstarfsverkefni Orkídeu, Matís og BÍ um hliðarafurðir garðyrkju

Í samstarfsverkefni Matís, Orkídeu og Bændasamtakanna hefur verið unnið að því að þróa verðmæta vöru úr afskurði sem fellur til til í íslenskri garðyrkju. Þetta hráefni hefur lítið verið nýtt til matvælaframleiðslu.  Efnagreiningar á þessum úrgangi sýna að hann er ríkur af ýmsum verðmætum efnum; trefjum, lífvirkum efnum, bragð- og lyktarefnum, vítamínum og steinefnum. Heildarmagn steinefna er ekki minna í hliðarafurðunum en í sjálfri uppskerunni.

Bændablaðið gerir grein fyrir verkefninu í nýjasta tölublaði sínu. Í frétt Bændablaðsins segir ennfremur:

Eva Margrét Jónudóttir, verkefnastjóri hjá Matís, segir að það sé tími til kominn að fara að huga að fullvinnslu garðyrkjuafurða, eins og tíðkist til dæmis í fiskvinnslu og í æ meira mæli í kjötvinnslu. Til að sýna fram á möguleika þessa hráefnis hefur verið þróuð tiltekin vara hjá Matís, kryddblanda sem er hugsuð til notkunar í kjötbollugerð og inniheldur frostþurrkaðar hliðarafurðir úr grænmetisframleiðslu. Með notkun á blöndunni sé verið að einfalda eldamennskuna, bæta næringarinnihald og á sama tíma nýta hliðarafurðir sem annars færu til spillis. Vöruþróunin sé ekki séríslensk uppfinning, sams konar vörur séu til hér í verslunum en hafi ekki verið mjög áberandi á Íslandi – og alls engin innlend framleiðsla.

Eva segir að hjá Matís sé ekki ætlunin að framleiða eða selja þessa vöru. „Þetta er eingöngu hugmynd að uppskrift og vinnsluferli sem við setjum fram og hver sem vill má nýta eða þróa áfram eftir sínu höfði,“ segir hún.

Sjá nánar frétt Bændablaðsins hér

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. desember 2024
Bændablaðið með frétt og fréttaskýringu um lífgas- og áburðarver
Lesa meira
12. desember 2024
Starf Orkídeu framlengt um 3 ár
Lesa meira
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira
25. nóvember 2024
Heimsókn í Mýrdalshrepp
Lesa meira