2. mars 2022

Skemmtilegar lausnir á Expo 2020

Helga, rannsóknar- og þróunarstjóri Orkídeu, heldur áfram að senda okkur myndir og fróðleik frá heimssýningunni í Dubai, Expo 2020.

Þýski skálinn á Expo 2020 var mjög athyglisverður og sýndi m.a. ýmsar nýjar  tækniframfarir og lausnir á þeim sviðum sem Orkídea einbeitir sér að þ.e. nýting orku og sjálfbær matvælaframleiðsla. Dæmi um þetta eru lítil innanhús gróðurhús (mynd hér ofar) þar sem hægt er að rækta t.d. krydd og salat fyrir heimili eða matsölustaði. Sömuleiðis er verið að leita lausna við að auka matvælaframleiðslu en lágmarka jafnframt flutning á hráefnum með því að skapa hringrás í matvælaframleiðslunni. Dæmi um þetta er framleiðsla á flugum og lirfum sem eru mjög góðir próteingjafar fyrir eldisfisk og nýta síðan affallsvatnið úr eldinu til þess að vökva og gefa tómataplöntum næringu  (myndir hér á eftir).

Sömuleiðis er bent á nýjar leiðir við geymslu á umframraforku þar sem holum kúlum er sökkt í sjóinn og vatnsþrýstingurinn í 800 m dýpi notaður sem dælu-geymslustöð (e. pumped-storage plant) – sbr. mynd hér neðar.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. mars 2025
Grein starfsfólks Orkídeu um hringrásargarða birt í Bændablaðinu
Lesa meira
18. mars 2025
Góður hugarflugsfundur á Flúðum um tækifæri í jarðhita
Lesa meira
6. mars 2025
Lífgas ehf – rekstrarfélag um lífgas- og áburðarvinnslu í Uppsveitum stofnað
Lesa meira
3. mars 2025
Staða garðyrkjunnar – grein þingmanns í Bændablaðinu
Lesa meira