8. apríl 2024

Skoðunarferð á lífgasstöðvar í Belgíu

Smáþörungarækt í plastgróðurhúsi í Belgíu

Nýverið tók Orkídea þátt í skoðunarferð um lífgas- og áburðarvinnslur í Belgíu. Skoðunarferðin var hluti af skipulagðri dagskrá ráðstefnunnar Manuresource 2024, sem fór fram í Antwerpen í Belgíu 20.-22. mars sl.

Meðal annars heimsóttum við kúabóndann Kris Heirbaut sem leggur mikla áherslu á nýsköpun og að draga úr loftslagsáhrifum m.a. með uppbyggingu hringrásarhagkerfis sem felur í sér fullnýtingu hráefna sem framleidd eru á býlinu (sjá skýringarmynd hér að neðan). Þessi hringrás hefst með áburðar- og lífgasvinnslu úr mykjunni frá mjólkurkúnum. Helstu afurðir þessarar vinnslu eru; a) metan (græn orka) sem er nýtt til að framleiða rafmagn fyrir býlið, b) CO2 sem er nýtt til örþörungaframleiðslu og c) Melta/gerjaður lífmassi sem hefur meira áburðargildi en kúamykja og er lífrænn áburður sem notaður er til ræktunar á fóðri fyrir búfénað.

Kris er einnig frumkvöðul í Flæmingjalandi í ræktun örþörungsins Chlorella í lokuðu stýrðu kerfi (sjá aðalmynd efst á síðu). Ræktun þeirra svarar aukinni eftirspurn eftir plöntupróteinum sem eru nýtt í ýmsar vörur til manneldis t.d. þörungaduft, ís og bjór sem seldar eru í lítilli bændaverslun sem fjölskyldan rekur.

Býlið stuðlar líka bindingu kolefnis úr andrúmsloftinu m.a. með ræktun á hampi og selur kolefniseiningar til fyrirtækja sem vilja binda kolefnislosun sína. Auk þess eru ræktar Kris blöndu af grasi, smára og fleiri jurtum sem hann nýtir sem fóður fyrir mjólkurkýrnar.

Lífgas- og áburðarframleiðsla í smáum skala frá fyrirtækinu Bioelectric á býli Heirbaut í Belgíu.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
4. nóvember 2025
Stefán Friðrik til SASS og Orkídeu
Lesa meira
23. október 2025
Terraforming LIFE á Lagarlíf ráðstefnunni 2025
Lesa meira
22. október 2025
Orkídea á Value4Farm ESB verkefnafundi á Ítalíu
Lesa meira
22. september 2025
Við viljum ráða verkefnisstjóra miðlunar
Lesa meira