29. nóvember 2022

Sóknarfæri í nýsköpun – kynning 30. nóv. kl 13

Sóknarfæri í nýsköpun er átta vikna sunnlenskur viðskiptahraðall þar sem áhersla er lögð á verkefni sem tengjast orku, mat og líftækni, ferðaþjónustu og skapandi greinum. Hraðallinn verður kynntur á fjarfundi 30. nóv kl. 13.

Hraðlinum verður stýrt af Svövu Björk Ólafsdóttur stofnanda RATA sem jafnframt leiðir kynningarfundinn.

Hraðallinn er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Suðurlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja nýta Sóknarfæri í nýsköpun til að komast lengra með sín verkefni.

Hraðallinn fer fram að mestu leyti á netinu en teymin hittast fjórum sinnum meðan á hraðlinum stendur á vinnustofum á völdum stöðum á Suðurlandi.

Umsóknarfrestur í hraðalinn er til miðnættis 12. desember.

Nánar má lesa um verkefnið hér

Verkefnið er samstarfsverkefni www.sass.is og www.hfsu.is, styrkt af Lóu nýsköpunarsjóði landsbyggðarinnnar og Sóknaráætlun Suðurlands.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
25. ágúst 2025
Terraforming LIFE fundar með ESB fulltrúum í Ölfusi
Lesa meira
11. ágúst 2025
StartUp Landið hefst í september
Lesa meira
7. ágúst 2025
Örnám í frumkvöðlafræðum hjá HfSu
Lesa meira
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira