29. nóvember 2022

Sóknarfæri í nýsköpun – kynning 30. nóv. kl 13

Sóknarfæri í nýsköpun er átta vikna sunnlenskur viðskiptahraðall þar sem áhersla er lögð á verkefni sem tengjast orku, mat og líftækni, ferðaþjónustu og skapandi greinum. Hraðallinn verður kynntur á fjarfundi 30. nóv kl. 13.

Hraðlinum verður stýrt af Svövu Björk Ólafsdóttur stofnanda RATA sem jafnframt leiðir kynningarfundinn.

Hraðallinn er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Suðurlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja nýta Sóknarfæri í nýsköpun til að komast lengra með sín verkefni.

Hraðallinn fer fram að mestu leyti á netinu en teymin hittast fjórum sinnum meðan á hraðlinum stendur á vinnustofum á völdum stöðum á Suðurlandi.

Umsóknarfrestur í hraðalinn er til miðnættis 12. desember.

Nánar má lesa um verkefnið hér

Verkefnið er samstarfsverkefni www.sass.is og www.hfsu.is, styrkt af Lóu nýsköpunarsjóði landsbyggðarinnnar og Sóknaráætlun Suðurlands.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira
25. nóvember 2024
Heimsókn í Mýrdalshrepp
Lesa meira
18. nóvember 2024
Sólsker á Hornafirði reykir makríl og fleira góðgæti
Lesa meira
13. nóvember 2024
Sveitarfélagið Hornafjörður heimsótt
Lesa meira