18. nóvember 2024

Sólsker á Hornafirði reykir makríl og fleira góðgæti

F.v. Helga, Magnús, Ómar og Sveinn

Á ferð Orkídeu um Suðausturland nýlega heimsóttum við Ómar Frans Fransson og fyrirtæki hans Sólsker sem sérhæfir sig í reykingu ýmissa sjávarafurða. Sólsker leggur mikið uppúr nýsköpun í matvælaframleiðslu á staðbundnum fiskafurðum. Fyrirtækið hefur unnið til verðlauna erlendis fyrir reyktan makríl og verðlaun hér innanlands fyrir makrílsmurning (paste). Ómar hefur reykt makríl síðan 2008 en auk makríls reykir hann ýmsar aðrar afurðir t.d. lax, þorskhrogn, síld o.fl.

Sólsker framleiðir sínar afurðir í matarsmiðjunni á Höfn, í húsnæði í eigu Skinney-Þinganes hf. og með tækjum frá Matís ohf. Aðstaðan er búin góðum tækjakosti og uppfyllir öll skilyrði yfirvalda um matvælaframleiðslu. Aðstaðan er opin öðrum frumkvöðlum á svæðinu.

Sólsker hefur fengið ótal viðurkenningar fyrir framleiðslu sína á undanförnum árum.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. desember 2024
Bændablaðið með frétt og fréttaskýringu um lífgas- og áburðarver
Lesa meira
12. desember 2024
Starf Orkídeu framlengt um 3 ár
Lesa meira
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira
25. nóvember 2024
Heimsókn í Mýrdalshrepp
Lesa meira