Starfsmenn Orkídeu heimsóttu Breið þróunarfélag á Akranesi í síðustu viku. Þar tóku á móti okkur þau Valdís Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri og Gísli Gíslason, stjórnarformaður.
Akraneskaupstaður og Brim hafa tekið höndum saman og stofnað þróunarfélag um atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi. Brim á húsið og stærstan hluta lóða og fasteigna á Breiðinni, en Brim og Akraneskaupstaður eiga 50% hvor í félaginu. Breið er með skrifstofuhótel fyrir ýmsa starfsemi en vinnur líka að þróun á landi og eignum. Samtals eru um 17 aðilar sem tengjast Breið. Starfsemi Breiðar byrjaði í júlí 2020.
Uppbygging atvinnulífs á Vesturlandi er eitt af markmiðum Breiðar t.d. á sviði rannsókna, sjávarútvegs, snjalltækni, landbúnaðar og orkufreks iðnaðar. Markmið þróunarfélagsins er einnig að búa til umhverfi svo að frumkvöðlastarfsemi geti blómstrað á Akranesi. Ýmislegt komið af stað t.d. krabbavinnsla, þróun í þara og þörungaafurðum t.d. filmur. Skaginn 3x í næsta nágrenni. Stór vinnslusalur í húsinu sem er notaður af ýmsum frumkvöðlum. Í húsinu verður líka Fablab sem byggt verður upp af fyrirtækjunum á svæðinu og þar verður aðstaða fyrir unga sem aldna. Breið vill byggja brú milli frumkvöðla og fyrirtækja.
Breið Þróunarfélag tekur þátt í Hringiðu, græns hraðals á vegum Icelandic Startups sem sér um hraðalinn. Þar er enn opið fyrir umsóknir eða fram í lok febrúar. Hringiða er grænn viðskiptahraðall sem ætlað er að draga fram, efla og styðja nýja tækni og aðferðir sem raunverulega leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum.