15. febrúar 2021

Spennandi möguleikar hjá Breið á Skaganum

Breiðin heimsótt, f.v. Helga, Sveinn, Gísli og Valdís

Starfsmenn Orkídeu heimsóttu Breið þróunarfélag á Akranesi í síðustu viku. Þar tóku á móti okkur þau Valdís Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri og Gísli Gíslason, stjórnarformaður.

Akraneskaupstaður og Brim hafa tekið höndum saman og stofnað þróunarfélag um atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi. Brim á húsið og stærstan hluta lóða og fasteigna á Breiðinni, en Brim og Akraneskaupstaður eiga 50% hvor í félaginu. Breið er með skrifstofuhótel fyrir ýmsa starfsemi en vinnur líka að þróun á landi og eignum. Samtals eru um 17 aðilar sem tengjast Breið. Starfsemi Breiðar byrjaði í júlí 2020.

Uppbygging atvinnulífs á Vesturlandi er eitt af markmiðum Breiðar t.d. á sviði rannsókna, sjávarútvegs, snjalltækni, landbúnaðar og orkufreks iðnaðar. Markmið þróunarfélagsins er einnig að búa til umhverfi svo að frumkvöðlastarfsemi geti blómstrað á Akranesi. Ýmislegt komið af stað t.d. krabbavinnsla, þróun í þara og þörungaafurðum t.d. filmur. Skaginn 3x í næsta nágrenni. Stór vinnslusalur í húsinu sem er notaður af ýmsum frumkvöðlum. Í húsinu verður líka Fablab sem byggt verður upp af fyrirtækjunum á svæðinu og þar verður aðstaða fyrir unga sem aldna. Breið vill byggja brú milli frumkvöðla og fyrirtækja.

Breið Þróunarfélag tekur þátt í Hringiðu, græns hraðals á vegum Icelandic Startups sem sér um hraðalinn. Þar er enn opið fyrir umsóknir eða fram í lok febrúar. Hringiða er grænn viðskiptahraðall sem ætlað er að draga fram, efla og styðja nýja tækni og aðferðir sem raunverulega leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira
19. júní 2025
Ársskýrsla Orkídeu 2024 komin út
Lesa meira
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira