13. september 2024

Starf Orkídeu kynnt á vinnufundi BIO2REG ESB-verkefnisins

Matís, samstarfsaðili Orkídeu í fjölmörgum verkefnum, er þátttakandi í BIO2REG ESB-verkefninu sem er samhæfingar- og stuðningsverkefni (CSA) styrkt af Horizon Europe. Verkefnið leitast við að gera svæðisbundinni atvinnustarfsemi, með hátt umhverfisspor, kleift að læra af þeim sem lengra eru komnir í kolefnissamdrætti. BIO2REG ætlar sér að ryðja brautina fyrir hagaðila í að hefja og móta umskipti að umhverfisvænni framleiðslu með virkum hætti á grundvelli svæði-til-svæða nálgunar.

Matís og RISE frá Svíþjóð leiddu saman sérfræðinga á sviði lífhagkerfis í vinnustofu með heitið “BIO2REG expert workshop on research infrastructure and living labs” þ. 5. og 6. september sl. í húsakynnum Matís í Reykjavík. Í vinnustofunni var farið yfir verkefni sem tengjast lífhagkerfum, þróun síðustu áratuga, mikilvægi hringrásarferla og fullnýtingu auðlinda. Innlendir og erlendir sérfræðingar tóku til máls auk þess sem farið var í vettvangsheimsóknir í valin fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.

Í vinnustofunni gerði framkvæmdastjóri Orkídeu grein fyrir verkefnum Orkídeu, þ.á.m. ESB verkefnin okkar Terraforming LIFE og Value4Farm, á sviði lífhagkerfisins og þeim tækifærum og áskorunum sem fylgja starfsemi nýsköpunarfélaga í dreifbýli. Fundurinn var mjög gagnlegur og áhugavert að læra um hvernig nágrannaþjóðir okkar færa sig sífellt nær hringrásarhagkerfi framtíðarinnar.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
18. nóvember 2024
Sólsker á Hornafirði reykir makríl og fleira góðgæti
Lesa meira
13. nóvember 2024
Sveitarfélagið Hornafjörður heimsótt
Lesa meira
11. október 2024
Fundur bænda um lífgas og áburð í Bændablaðinu
Lesa meira
2. október 2024
Góður fundur með kúabændum í uppsveitum Árnessýslu um lífgas
Lesa meira