13. september 2024

Starf Orkídeu kynnt á vinnufundi BIO2REG ESB-verkefnisins

Matís, samstarfsaðili Orkídeu í fjölmörgum verkefnum, er þátttakandi í BIO2REG ESB-verkefninu sem er samhæfingar- og stuðningsverkefni (CSA) styrkt af Horizon Europe. Verkefnið leitast við að gera svæðisbundinni atvinnustarfsemi, með hátt umhverfisspor, kleift að læra af þeim sem lengra eru komnir í kolefnissamdrætti. BIO2REG ætlar sér að ryðja brautina fyrir hagaðila í að hefja og móta umskipti að umhverfisvænni framleiðslu með virkum hætti á grundvelli svæði-til-svæða nálgunar.

Matís og RISE frá Svíþjóð leiddu saman sérfræðinga á sviði lífhagkerfis í vinnustofu með heitið “BIO2REG expert workshop on research infrastructure and living labs” þ. 5. og 6. september sl. í húsakynnum Matís í Reykjavík. Í vinnustofunni var farið yfir verkefni sem tengjast lífhagkerfum, þróun síðustu áratuga, mikilvægi hringrásarferla og fullnýtingu auðlinda. Innlendir og erlendir sérfræðingar tóku til máls auk þess sem farið var í vettvangsheimsóknir í valin fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.

Í vinnustofunni gerði framkvæmdastjóri Orkídeu grein fyrir verkefnum Orkídeu, þ.á.m. ESB verkefnin okkar Terraforming LIFE og Value4Farm, á sviði lífhagkerfisins og þeim tækifærum og áskorunum sem fylgja starfsemi nýsköpunarfélaga í dreifbýli. Fundurinn var mjög gagnlegur og áhugavert að læra um hvernig nágrannaþjóðir okkar færa sig sífellt nær hringrásarhagkerfi framtíðarinnar.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. mars 2025
Grein starfsfólks Orkídeu um hringrásargarða birt í Bændablaðinu
Lesa meira
18. mars 2025
Góður hugarflugsfundur á Flúðum um tækifæri í jarðhita
Lesa meira
6. mars 2025
Lífgas ehf – rekstrarfélag um lífgas- og áburðarvinnslu í Uppsveitum stofnað
Lesa meira
3. mars 2025
Staða garðyrkjunnar – grein þingmanns í Bændablaðinu
Lesa meira