14. september 2023

Starfsfólki Orkídeu boðið á ýmsar alþjóðlegar ráðstefnur í september

Sveinn og Silvia Gaiani, framkvæmdastjóri ráðstefnunnar InnoFood, prófessor við Ruralia stofnun Háskólans í Helsinki í Seinajoki.

Framkvæmdastjóra Orkídeu, Sveini Aðalsteinssyni, var boðið að halda erindi á ráðstefnu InnoFood í Finnlandi um nýsköpun í matvælaframleiðslu. Ráðstefnan fór fram 7. – 8. sept. sl. Margar áhugaverðar tengingar mynduðust við fólk á sviði stoðkerfis nýsköpunar og í rannsóknageiranum í Finnlandi og víðar sem munu nýtast okkur í framtíðinni. Ráðstefnan fór fram í Seinajoki, háskóla- og nýsköpunarborg, sem er í hjarta matvælaframleiðslu Finna.

Meðal annars náðust tengingar við starfsmenn vísisjóða á sviði matvæla, rannsóknaraðila á sviði sjálfbærni í landbúnaði o.fl. Finnar, eins og fleiri Norðurlandaþjóðir, keppast við að auka sjálfbærni í matvælaframleiðslu og að halda eftir stærri hluta virðiskeðju matvæla heima í héraði. Eins að gera verðmæti úr lítt eða ekki nýttum auðlindum sem landið og landbúnaður gefa á norðurslóðum.

Á sama tíma var Helgu Gunnlaugsdóttur, rannsóknar- og þróunarstjóri Orkídeu, boðið að taka þátt í lokaráðstefnu NextGenProteins. Matís hefur undanfarin 4 ár leitt stórt ESB verkefni þar sem nýprótein (e. Alternative proteins) hafa verið rannsóknarefnið. Rannsóknir á nýjum prótein gjöfum hafa vakið athygli hér á landi og nægir að nefna fyrirtækið VAXA Impact á Hellisheiði sem dæmi um árangur í þeim efnum. Svanhvít Svavarsdóttir, matvælaráðherra var með í för og hélt opnunarerindi á ráðstefnunni. Virkilega áhugavert fyrir fulltrúa Orkideu að fá tækifæri til að taka þátt í þessari lokaráðstefnu NextGenProtein. Margir spennandi fyrirlestrar og veggspjöld um þetta málefni voru á dagskrá og munu nýtast okkur í áframhaldandi starfi.

Einnig sótti Magnús Yngvi Jósefsson, verkefnastjóri Grænna iðngarða hjá Orkídeu, árlega ráðstefnu bresku stjórnendaakademíunnar sem að þessu sinni var haldin í Brighton á suðurströnd Englands. Rauði þráður ráðstefnunnar var sjálfbærni og umbreytingar á óvissutímum. Magnús flutti þar erindi um hvernig virkja mætti sköpunarkraft í verkefnateymum. Erindið hlaut góðar undirtektir en stór hluti erinda og annarra viðburða vörðuðu hvernig takast skuli á við áskoranir í umhverfis og loftslagsmálum frá sjónarhóli stefnumótunar og stjórnunar.

Það er til marks um vaxandi veg Orkídeu að starfsfólki sé boðin þátttaka á alþjóðlegum ráðstefnum og að sú þátttaka sé verkefninu að kostnaðarlausu.

 

Svanhvít matvælaráðherra hélt erindi við opnun NextGenProtein

Mörg áhugaverð erindi voru flutt á bresku stjórnendaráðstefnunni í Brighton

Fleiri fréttir

Allar fréttir
7. júní 2024
17,7 mkr. styrkur í verkefnið Verðmætaaukning hliðarafurða laxa úr landeldi
Lesa meira
4. júní 2024
Nýjar afurðir Value4Farm ESB verkefnisins
Lesa meira
3. júní 2024
Orkídea, Eimur, Blámi og Eygló með vinnudaga á Austurlandi
Lesa meira
13. maí 2024
Orkídea tekur þátt í tveim viðburðum á Iceland Innovation Week
Lesa meira