11. ágúst 2025

StartUp Landið hefst í september

Startup Landið er nýsköpunarhraðall og vettvangur fyrir frumkvöðla á landsbyggðinni sem stendur yfir frá 18. september til 30. október. Hraðlinum lýkur með spennandi lokaviðburði 30. október þar sem verkefnin verða kynnt á fjárfestahátíð á Akureyri. Landshlutasamtök sveitarfélaga standa fyrir átakinu og á Suðurlandi er það SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, sem sér um hraðalinn fyrir sunnlendinga. Valin verða tvö verkefni af Suðurlandi til þátttöku í lokaviðburðinum á Akureyri.

Tekið er á móti umsóknum til 31. ágúst 2025 en dagskrá verður kynnt þegar nær dregur og teymi hafa verið valin.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
21. nóvember 2025
Ný ör-túrbínutækni við nýtingu lífgass í Value4Farm verkefninu – video
Lesa meira
19. nóvember 2025
Fróðleg skoðunarferð með sunnlenskum bændum um lífgas- og áburðarver í Belgíu
Lesa meira
4. nóvember 2025
Stefán Friðrik til SASS og Orkídeu
Lesa meira
23. október 2025
Terraforming LIFE á Lagarlíf ráðstefnunni 2025
Lesa meira