11. ágúst 2025

StartUp Landið hefst í september

Startup Landið er nýsköpunarhraðall og vettvangur fyrir frumkvöðla á landsbyggðinni sem stendur yfir frá 18. september til 30. október. Hraðlinum lýkur með spennandi lokaviðburði 30. október þar sem verkefnin verða kynnt á fjárfestahátíð á Akureyri. Landshlutasamtök sveitarfélaga standa fyrir átakinu og á Suðurlandi er það SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, sem sér um hraðalinn fyrir sunnlendinga. Valin verða tvö verkefni af Suðurlandi til þátttöku í lokaviðburðinum á Akureyri.

Tekið er á móti umsóknum til 31. ágúst 2025 en dagskrá verður kynnt þegar nær dregur og teymi hafa verið valin.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
25. ágúst 2025
Terraforming LIFE fundar með ESB fulltrúum í Ölfusi
Lesa meira
11. ágúst 2025
StartUp Landið hefst í september
Lesa meira
7. ágúst 2025
Örnám í frumkvöðlafræðum hjá HfSu
Lesa meira
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira