28. apríl 2022

Styrkur úr Nýsköpunarsjóði námsmanna

Eigendur Ferskrar þurrkunar ehf, Sigurður og Hrafnhildur í Þorlákshöfn

Fersk þurrkun ehf og Orkídea fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði Námsmanna (NSN) fyrir verkefnið “Vöruþróun á vannýttu grænmeti ”. Markmið verkefnisins er að vinna að uppbyggingu og þróun á nýjum framleiðsluferlum sem byggja á frostþurrkun á ólíkum grænmetishráefnum og skapa þannig nýjar og verðmætar vörur (t.d. krydd og þurrkaða sveppi) úr vannýttum hliðarafurðum grænmetisframleiðslunnar.

Við erum því á höttunum eftir háskólanema í raungreinum til að vinna verkefnið, sem er áætlað að taki 3 mánuði nú í sumar. Starfsaðstaða viðkomandi verður aðallega í Kópavogi þar sem Fersk þurrkun hefur aðstöðu meðan beðið er eftir hentugu húsnæði á Suðurlandi.

 

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira
19. júní 2025
Ársskýrsla Orkídeu 2024 komin út
Lesa meira
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira