13. nóvember 2024

Sveitarfélagið Hornafjörður heimsótt

Sveitarfélagið Hornafjörður - Mynd: Icelandic Times

Starfsmenn Orkídeu heimsóttu nokkra staði á Suðausturlandi í síðustu viku.  Við byrjuðum á Höfn í Hornafirði þar sem við hittum Sigurjón Andrésson, sveitarstjóra, Brynju Dögg Ingólfsdóttur, sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs og Xiaoling Yu, umhverfisfulltrúa. Sveinn kynnti áherslur og markmið Orkídeu ásamt helstu áskorunum nýsköpunarumhverfisins á Suðurlandi. Hann sagði frá verkefnum Orkídeu, m.a. frá umsókn okkar ENGAGED til ESB um aðlögun að loftslagsbreytingum og hvernig það geti stutt Hornafjörð í C10 aðlögunarverkefni sem sveitarfélagið er þegar komið af stað með og er núna á lokametrunum. Við vorum öll sammála um að verkefni um loftslagsaðlögun væri tækifæri sem getur stutt við lykilatvinnugreinar sveitarfélagsins, sjávarútveg, landbúnað og ferðaþjónustu og aukið markvissa nýsköpun á ýmsum sviðum. Atvinnustefna sveitarfélagsins tekur tillit til loftslagsaðlögunar og undirbýr sveitarfélagið fyrir breytta framtíð. Hornafjörður er lítið sveitarfélag sem getur hjálpað til og greitt leið við vinnu verkefnisins og hefur reynslu loftslagsaðlögunarverkefnum eins og t.d. C-10 verkefninu en Hornafjörður er eitt þeirra fimm sveitarfélaga sem tekur þátt í því verkefni. Fáist styrkur til ENGAGED má líta á það verkefni sem tækifæri til sóknar í aðlögunarstarfi sveitarfélagsins. Samvinna við Nýheima þekkingarsetur er fyrirsjáanleg í þeirri vegferð.

Við heimsóttum einnig Nýheima þekkingarsetur og áttum gott spjall við Hugrúnu Hörpu og Nejru um umsóknir og verkefni á sviði loftslagsaðlögunar og nýsköpun í sveitarfélaginu.  Bæði Hugrún Harpa og Narja sinna verkefnum byggðaþróunarfulltrúa sem SASS greiðir fyrir.

 

Frá heimsókn okkar í Nýheima á Hornafirði, f.v. Magnús Yngvi, Nejra, Hugrún Harpa, Sveinn og Helga.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
18. nóvember 2024
Sólsker á Hornafirði reykir makríl og fleira góðgæti
Lesa meira
13. nóvember 2024
Sveitarfélagið Hornafjörður heimsótt
Lesa meira
11. október 2024
Fundur bænda um lífgas og áburð í Bændablaðinu
Lesa meira
2. október 2024
Góður fundur með kúabændum í uppsveitum Árnessýslu um lífgas
Lesa meira