13. desember 2022

Sýningin Food Ingredients Europe í París

Við í Orkídeu lögðum nýlega land undir fót og sóttum sýninguna og ráðstefnuna Food Ingredients Europe 2022 sem haldin var í París 6-8 des. 2022. Við lögðum áherslu á að kynna okkur helstu nýjungar og ræða við ýmsa tækjaframleiðendur sem voru með bása á sýningunni. Sumir stærri tækjaframleiðendur bjóða matvælaframleiðendum að prófa ákveðin framleiðslutæki og framleiðsluleiðir á mismunandi stórum skala og þau telja þetta vera mikilvægan hluta af þjónustunni sem hægt er að kaupa af þeim. Þetta eru möguleikar sem íslenski sprotaframleiðendur gætu e.t.v. nýtt sér, enda mikil þekking og reynsla fyrir hendi hjá þessum tækjaframleiðendum.

Greinilegt var að mjög margir sýnendur lögðu áherslu á að kynna hráefni og matvörur sem byggjast á plöntuafurðum, sömuleiðis á heilsusamleg og næringarrík matvæli á viðráðanlegu verði.

Fyrirtækið INNOVA MARKET INSIGHTS, sem fylgist með og spáir fyrir um framtíðarstrauma og stefnur á sviði matvæla, hefur tekið saman 10 mikilvægustu áherslur ársins 2023 sjá myndina hér fyrir ofan.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
22. apríl 2024
Ársskýrsla Orkídeu 2023 komin út
Lesa meira
8. apríl 2024
Skoðunarferð á lífgasstöðvar í Belgíu
Lesa meira
30. mars 2024
Fyrstu niðurstöður Value4Farm
Lesa meira
11. mars 2024
Lífgas er vænlegur kostur í orkuskiptum
Lesa meira