28. júní 2023

Tariello og Orkídea fá 13,5 mkr styrk úr Matvælasjóði

Mynd: Tariello ehf

Orkídea og frumkvöðlafyrirtækið Tariello ehf í Þykkvabæ, sem einbeitir sér að framleiðslu á hágæða sælkera kjötvörum úr íslensku hráefni sem byggjast á ítölsku matarhandverki, hlutu nýverið 13,5 milljón kr. styrk úr Matvælasjóði til að þróa nýjar afurðir með fullvinnslu á hrossakjöti.

Mjög lítið framboð er af fullunnum afurðum úr hrossakjöti á íslenskum markaði og í dag er ekki til nein afurð á markaði úr þessu hráefni sem byggir á vönduðu mathandverki. Markmiðið verkefnisins  er að auka fullvinnslu á hrossakjöti og þróa nýjar og verðmætar afurðir úr vannýttu íslensku hráefni. Í verkefninu er annars vegar ætlunin að endurbæta framleiðsluferli fyrir íslenskt salami úr hrossakjöti og hins vegar að þróa nýtt framleiðsluferli fyrir einstakt íslenskt Bresaola kjötálegg úr hrossakjöti.

Sömuleiðis er stefnt að því fara inn á nýjan markað sem er í mótun, en bent hefur verið á að sóknarfæri felist í að efla áhuga Íslendinga og erlendra gesta á matarferðaþjónustu, matarminjagripum, matarmenningu og svæðisbundnum mat.  Niðurstöður verkefnisins munu auka nýtingu á hrossakjöti og sporna gegn matarsóun, stuðla að aukinni sjálfbærni og bættu fæðuöryggi með fullnýtingu hráefna og hringrásarhagkerfis.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. mars 2025
Grein starfsfólks Orkídeu um hringrásargarða birt í Bændablaðinu
Lesa meira
18. mars 2025
Góður hugarflugsfundur á Flúðum um tækifæri í jarðhita
Lesa meira
6. mars 2025
Lífgas ehf – rekstrarfélag um lífgas- og áburðarvinnslu í Uppsveitum stofnað
Lesa meira
3. mars 2025
Staða garðyrkjunnar – grein þingmanns í Bændablaðinu
Lesa meira