25. ágúst 2025

Terraforming LIFE fundar með ESB fulltrúum í Ölfusi

Þátttakendur í fundi Terraforming með CINEA /Mynd: BÍ

Nýverið átti Terraforming LIFE verkefnið fund með umsjónar- og eftirlitsstofnun ESB, European Climate, Infrastructure and Environment Executive Agency (CINEA), hjá Ölfus Cluster í ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Mættir voru þátttakendur í verkefninu þ.e. frá First Water ehf, sem leiðir verkefnið, Orkídeu, Ölfus Cluster, Bændasamtökum Íslands og SMJ ráðgjafaverkfræðingum í Færeyjum. Frá CINEA komu tveir fulltrúar. Farið var yfir stöðu verkefnisins, helstu ávinninga hingað til og vinnuna framundan. Fundurinn var mjög gagnlegur og fulltrúar CINEA lögðu sig fram um að leiðbeina og skoða lausnir á þeim verkefnum sem blasa við Terraforming LIFE.

Að fundi loknum var farið í skoðunarferð um athafnasvæði First Water sem er gríðarlega stórt enda áform fyrirtækisins í landeldi á laxi mjög stór í sniðum og eru stærsta fjárfesting Íslandssögunnar.

Fulla ferð áfram Terraforming LIFE!

Myndir frá Bændasamtökum Íslands (BÍ).

Fleiri fréttir

Allar fréttir
21. nóvember 2025
Ný ör-túrbínutækni við nýtingu lífgass í Value4Farm verkefninu – video
Lesa meira
19. nóvember 2025
Fróðleg skoðunarferð með sunnlenskum bændum um lífgas- og áburðarver í Belgíu
Lesa meira
4. nóvember 2025
Stefán Friðrik til SASS og Orkídeu
Lesa meira
23. október 2025
Terraforming LIFE á Lagarlíf ráðstefnunni 2025
Lesa meira