2. mars 2021

Teymin í StartupOrkídea kynnt til leiks

Fimm teymi hafa verið valin til þátttöku í Startup Orkídeu á vegum Icelandic Startups og Landsvirkjunar. Startup Orkídea er einstakur vettvangur fyrir þróun viðskiptahugmynda og nýsköpunarverkefna rótgrónari fyrirtækja sem vinna að sjálfbærum lausnum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni. Verkefnið byggir á alþjóðlega sannreyndri aðferðafræði og áralangri reynslu Icelandic Startups af stuðningi við frumkvöðla og sprotafyrirtæki og miðar að því að koma vöru á markað. Starfsmenn Orkídeu taka þátt sem ráðgjafar teymanna ásamt fleiri ráðgjöfum. Teymin voru í vinnustofu og skoðunarferð hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum sl. föstudag.

Teymin eru eftirfarandi: 

1000 Ára Sveitaþorp 

Þróar vöruna Kindakol, sem eru sjálfbær og vistvæn iðnaðarkol unnin úr lífmassa líkt og kindataði og hampi. Þessi vara er vistvæn leið til að grilla og reykja matvæliTeymi: Ársæll Markússon (mynd)

Krakkakropp 

Þróar einstakt barnanasl úr íslensku grænmeti sem bráðnar í munni. Krakkakropp inniheldur grænmeti sem ekki nýtist í hefðbundnar söluvörur. Krakkakropp er ætlað öllum börnum sem vilja mat úr sjálfbæru umhverfisvænu hráefni án aukefna eða óæskilegra varnarefna. 

Teymi: Arnkell Arason, Sigrún Anna Magnúsdóttir, Vaka Mar Valsdóttir (mynd) 

Livefood ehf 

Fyrirtækið  mun framleiða  hágæðaosta  úr  íslenskum  plöntuafurðum  með  hefðbundnum aðferðum ostagerðar og jarðvarma í Hveragerði. Ostarnir verða m.a. framleiddir úr kartöflum og haframjólken eftirspurn er eftir bragðmiklum hágæðaplöntuostum sem  allir  geta  notið. 

Teymi: Erlendur Eiríksson (mynd), Fjóla Einarsdóttir, Ingólfur Þór Tómasson, Kolbrún Kristjánsdóttir 

Sif Biotech 

Líftæknifyrirtæki sem notfærir sér plöntur sem sveigjanlegar framleiðslueiningar fyrir próteinafurðir og líftæknilyfAð nota lífhannaðar plöntur sem framleiðslueiningar fyrir lyf og önnur mikilvæg efni býður upp á gífurlega kosti fram yfir hefðbundnar framleiðsluaðferðir. Slík framleiðsla er sveigjanlegri, sneggri og auðskalanlegri, ásamt því að nýta sér sérstöðu Íslands er varðar aðgang að fersku vatni og endurnýjanlega orkugjafa. 

Teymi: Bergþór Traustason, Arna Sigurðardóttir, Einar Páll Gunnarsson 

 

Viskur 

Fyrirtækið ætlar sér að framleiða grænkeramat sem líkist íslenskum sjávarafurðum. Við framleiðsluna eru nýttar hliðarafurðir frá smáþörungaframleiðslu á Íslandi. Um er að ræða næringarríkt hráefni sem inniheldur góða samsetningu próteina og hefur hingað til verið ónýtt hliðarafurð. Teymi: Eydís Ylfa Erlendsdóttir, Helga Guðný Elíasdóttir (mynd)

 

Teymin hafa þegar hafist handa og drekka í sig fróðleik en þátttakendur fá aðgang að fræðslu og þjálfun frá innlendum og erlendum sérfræðingum á sviði nýsköpunar og sækja einnig fundi með fjölda leiðbeinenda úr atvinnulífinu. 

Þessum teymum býðst fyrsta flokks vinnuaðstaða í hugmyndahúsinu Grósku og 1 milljón kr. styrkur frá Landsvirkjun gegn kauprétti sem ætlað er að veita þeim svigrúm til að einbeita sér að nýsköpunarverkefnum sínum meðan á hraðlinum stendur. 

Öll teymin stefna að því að þiggja styrkinn og er sú vinna í fullum gangi. 

 

Nánari lýsingar á teymum eru að finna á vefsíðu Startup www.startuporkidea.is/sprotar . 

Allar nánari upplýsingar veitir:

Icelandic Startups 

Freyr Friðfinnsson 

S: 8671942 / freyr@icelandicstartups.is 

 

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. desember 2024
Bændablaðið með frétt og fréttaskýringu um lífgas- og áburðarver
Lesa meira
12. desember 2024
Starf Orkídeu framlengt um 3 ár
Lesa meira
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira
25. nóvember 2024
Heimsókn í Mýrdalshrepp
Lesa meira