20. október 2021

Þekkingarsetur Vestmannaeyja í sókn

F.v. Helga frá Orkídeu, Hörður og Evgenía frá Þekkingarsetri Vestmanneyja

Í ferð Orkídeu til Vestmannaeyja nýttum við tækifærið og heimsóttum þau Hörð Baldvinsson framkvæmdastjóra og Evgeníu Mikaelsdóttur verkefnastjóra í Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV). Þau tóku á móti okkar í nýuppgerðu húsnæði ÞSV að Ægisgötu 2 og sýndu okkur þetta glæsilega húsnæði m.a. nýja FabLab smiðju sem stýrt er af Frosta Gíslasyni. Starfsemi stofnana og fyrirtækja í húsnæði Þekkingarseturs Vestmannaeyja er fjölbreytt og tengist t.d. atvinnulífi, ferðamálum, menningarstarfsemi og menntun. Fjármögnun verkefna er yfirleitt í gegnum hina ýmsu samkeppnissjóði. Fyrirtæki og stofnanir í setrinu leggja jafnframt til vinnu eða mótframlag til verkefnanna. Hörður og Evgenía leggja áherslu á að velja verkefni ÞSV sem eru líkleg til árangurs fyrir samfélagið og sjá m.a. fyrir sér verkefni sem auka verðmæti sjávarafurða t.d. nýta betur ónýttar tegundir (s.s. rauðátu) og ónýttar hliðarafurðir í fiskvinnslu, enda er gott bakland í sjávarútvegsfyrirtækjum í Vestmannaeyjum. Þekkingarsetrið hefur samning við SASS um atvinnuráðgjöf til fyrirtækja og frumkvöðla líkt og fleiri þekkingarfyrirtæki/-stofnanir á Suðurlandi.

Mjög fróðleg heimsókn og takk fyrir frábærar móttökur, Hörður og Evgenía!

 

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira
19. júní 2025
Ársskýrsla Orkídeu 2024 komin út
Lesa meira
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira